þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Næste station: Aarhus

Jæja, þá er það skóli á morgun og enn ein lestarferðin til Árósa, get ekki sagt að ég hlakki mikið til að setjast upp í lestina eina ferðina enn, en hlakka hins vegar til að fara í skólann og koma mér í gang.


mánudagur, ágúst 30, 2004

Enn og aftur, þessi síða er gullnáma!!!

sunnudagur, ágúst 29, 2004

Mætt til Danmerkur

Jæja, þá erum við komin aftur á Holsteinsgade og það er bara voða notalegt. Helgi og Vallý eru flutt í sömu blokk og við og það beið okkar dýrindis matur! Við kíktum svo aðeins niður í Nyhavn og þar var fín stemmning - nóg af Íslendingum í fínu flippi.

Dönsku stelpurnar voru að vinna gullið í handboltanum á Ólympíuleikunum þannig að það verður eflaust stuð á landanum í dag, Danir nýta sér hvert tækifæri til þess.

Annars fer dagurinn í dag í það að koma sér fyrir, kaupa í matinn og taka uppúr töskunum. Og hver veit nema að maður hjóli út á Sankt Hans Torv og fái sér Paradis-ís;)