miðvikudagur, desember 17, 2003

Jeijei, komin í jólafrí. Var í kritik í gær og held að það hafi bara gengið ágætlega-alltaf erfitt að meta......

Allavega er með eina eldheita sögu hérna. Var að þvo en pantaði mér ekki þvottatíma. Þegar ég kom niður þá var allt pantað en bara ein vél í gangi og sá næsti með pantað klukkan 12. Ég ákvað að lauma í eina vél og ná svo að láta í hana aftur sem myndi klárast fyrir 12. Þegar ég svo kem niður rétt fyrir 12 þá er konan sem að á tíma klukkan tólf þarna inni. Það voru einhverjar fjórar mínútur eftir á minni vél og hún muldraði út úr sé að ég rétt næði að taka úr henni fyrir 12.
Svo birtist gellan(80+) sem var með þessa einu vél fyrr um morguninn og fer að taka úr þurrkaranum. Þá fer hin konan að spyrja hana um hvenær hún hafi átt pantaðan tíma. Hún svarar á milli tíu og tólf. Þá lítur 12 -14 konan á mig og segir: " nooooh så er det dig som er snyderen!!" (þú sem ert svindlarinn). Ég leit á hana og sagði nú bara að vélin hafi verið laus og því fyndist mér bara í lagi að nota hana.
Ég tók úr vélinni og flokkaði hvað ætti að fara í þurrkarann og hvað ekki. Svo spurði ég konuna hvort hún ætlaði að nota þurrkarann og þá hvenær. Hún sagðist ætla að nota hann eftir 40 mín. Þá sagðist ég nú alveg ná því að setja í hann fyrst. Hún jánkaði því ef ég væri komin aftur niður eftir 40 mín- bara með attitude. Ætli maður verði ekki að vera niðri on-time;) hehe, svo að konan missi sig ekki;)heeh

Gaman að þessu............

sunnudagur, desember 14, 2003

Mér var að detta í hug efni í góða grínmynd.......eða allavega sketch.......Taka upp þegar fólk er að gera módel, vandvirknissvipir á fólki geta verið alveg fáránlegir- svo á fólk líka til að snappa á skemmtilegan hátt þegar það er að gera módel....

Hvað haldið þið um þetta??

föstudagur, desember 12, 2003

Er einhver að fara heim með Iceland Express 18. des?? Mig vantar ferðafélaga-leiðinlegt ein í flugvél:(

Af hverju getur fólk ekki sætt sig við einn frama??

Er búin að vera að hlusta á Létt á netinu svolítið mikið þessa dagana og þar er verið að spila mjög mikið nýjan jóladisk með Diddú. Ég verð að segja að mér finnst öll lögin vera horror. Hún er með alltof mikla rödd fyrir þessi lög. Óperusöngvarar eiga ekki að syngja dægurlög.........

fimmtudagur, desember 11, 2003

Lítið að frétta héðan þessa dagana. Við gerum lítið annað en að sitja í sitthvoru horninu djúpt sokkin í vinnu. Mikið fjör!!

miðvikudagur, desember 10, 2003

Fór til Aarhus snemma á mánudagsmorguninn með módel sem er 40x60 cm, skókassa með fleiri módelum, hólkinn minn og bakpokann með tölvunni. Púhaaa! Setti módelið mitt upp á hilluna og hengdi miða á það sem stóð á: brothætt, ekki leggja neitt ofan á!! Fór svo að sofa;) Var svo í skólanum allan daginn og svo kom Bjössi seinnipartinn. Við borðuðum svo með Arnari, Tinnu og Ragga og fengum að gista hjá Arnari og Tinnu. Litla var að sjálfsögðu á staðnum og hún á ekki í vandræðum með að bræða mannskapinn;) Svo fór ég aftur í skólann á þriðjudaginn og við fórum svo heim eftir það. Núna eru bara nokkrir dagar í skil þannig að ég geri ráð fyrir mikilli inntöku af kóki og súkkulaði. Gaman að blása út svona rétt fyrir jólin;) Svo bara 8 dagar í heimkomu;)!!

laugardagur, desember 06, 2003

Mest spilaða lagið á heimilinu er jólalag Baggalúts. Það er semsagt jólatexti við Run to the hills með Iron Maiden. Algjör snilld;)!!

Ég var að spyrja Bjössa hvort hann héldi að ég hefði komist áfram í Idol ef ég hefi tekið þátt. Eftir að hafa neitað því þá sagði hann að ég hefði ábyggielga komist áfram-einmitt!! Svo fórum við að ræða hvaða lag ég hefði þá tekið í gær í þessu íslenska dægurlagaþema. Versta lag sem okkur datt í hug er Pöddulagið með Todmobil. Sjáið þið mig ekki í anda : "heheheheheermaur....." , hehehe................... ég hefði líka getað breytt textanum mér í hag : "hehehheheherborg"-oj klígjulegt;)

Var að hlusta á klippin úr Idols heima. Verð að segja að íslensku þátttakendurnir eru svona 100 sinnum betri en þeir dönsku!! Mér fannst þau öll þrusugóð bara. Veit ekki alveg með hverjum ég held........Mér fannst Tinna, Ardís, jón og Karl öll mjög góð. Annars finnst mér þessi Jóhanna Vala, sem datt út, skemmtileg. Bjössi er ekki að fíla hana. Hann sagðist aldrei nenna að hlusta á heila plötu með henni;), það er kannski svolítið til í því;)

föstudagur, desember 05, 2003

Það er eitthvað fífl búið að kaupa sér ílupakka og er að skjóta á fullu hérna fyrir utan. Pirrandi!!

fimmtudagur, desember 04, 2003

Ok, átti alltaf eftir að deila einu með ykkur og ég býst fastlega við því að kannski fatti bara arkitektanemar þennan brandara. Það var allavega gaur í seinustu mellemkritik með frekar sorglegt verkefni. Fyrsta sem ég hugsaði var " vá, mitt getur allavega ekki verið verra en þetta;)". En svo byrjaði greyið strákurinn að tala ( strákurinn, hann er 37 ára held ég) og það sem hann talaði um og lagði mikla áherslu á að hann hefði ákveðið að hann ætlaði að vera praktískur í gegnum allt verkefnið. Byggingin leit út eins og braggi. Hvað sem kennararnir spurðu og reyndu góðlátlega að segja hinum að þetta væri ekki nógu gott, þá kom hann alltaf með þessa praktisku hlið sína, sem enginn var að fatta. En svo þegar kennararnir voru eiginlega orðnir orðlausir þá kom hann með þessa snilldarsetningu: " Jeg ser på min bygning som en hånd som holder alle funktionerne på plads....." - þetta er bara versta setning sem ég hef heyrt í kritik!!

þriðjudagur, desember 02, 2003

Hangikjötið klikkaði ekki, það lá við að diskarnir voru borðaðir líka!

Í dag erum við búin að vera að læra og á morgun ætla ég að fara til Aahus. Verkefnið gengur ágætlega, en enn margt óleyst þannig að það er eins gott að nýta tímann vel. En ég er ánægð með það sem ég er að gera sem að hvetur mig áfram til þess að gera þetta enn flottara!!


mánudagur, desember 01, 2003

Hér á að halda upp á Fullveldisdaginn með hangikjöti með öllu tilheyrandi. Keyptum lítinn bút þegar við vorum heima seinast og núna á loksins að láta verða af því að sjóða hann. Eina sem vantar með þessu er laufabrauð!!

Annars var Bjössi í prófi og er á leiðinni heim. Við erum búin að vera svo dugleg um helgina að við erum að hugsa um að kíkja á smá jólastemmningu í dag......