föstudagur, janúar 30, 2004

Jæja, ég held að ég geti toppað allt með þessari sögu:

Ég var að hringja í Dominos og ætlaði að panta eina classic handa okkur og fá hana senda. En þá segir strákurinn: Við sendum ekki pizzur núna vegna veðurs!!

Ætli við séum ekki að tala um svona 7 cm af snjó úti. Ég á ekki til orð!!


þriðjudagur, janúar 27, 2004

Ég var að lesa nýlega Viku sem okkur áskotnaðist. Þar rakst ég á uppskrift af hollum og góðum kjúklingarétti frá ungu pari á framabraut, eins og það var orðað. Uppskriftin hljóðar svona:

Hráefni:
Kjúklingur
Salt
Pipar

Aðferð:
Kryddaðu bringurnar vel báðum megin og grillaðu þær í ofninum þar til þær eru orðnar hvítar í gegn og fallega gylltar.

Að þetta hafi verið birt!!heheh.......kannski kaldhæðni!

Annars var Árný hjá okkur í nótt. Við borðuðum góðan mat í gærkvöldi og lágum yfir íslenskum tímaritum. Sumarbústaðastemmning eins og Árný orðaði það;)


sunnudagur, janúar 25, 2004

Ég sem að var búin að hlakka til að sjá einhvern milliriðilsleik!! Ég vitna nú bara í sjálfa mig:

"Djöfull eru þeir lélegir!!!"



laugardagur, janúar 24, 2004

Vá, súrt!!



föstudagur, janúar 23, 2004

bub
You're bubblegum!!! You love to have a good time,
and enjoy being around others who feel the same
way. You tend to be the life of the party, and
people like to be around you as much as they
can.


Which kind of candy are you?
brought to you by Quizilla



fimmtudagur, janúar 22, 2004

Bömmer að engin stöð sem við erum með ætlar að sýna leik með Íslandi í riðlakeppninni................það er bara Rás 2 á netinu og ímyndunaraflið, ekkert annað;)

Miðað við leikinn sem við fórum á um daginn þá held ég að við eigum eftir að standa okkur vel í keppninni. ÁFRAM ÍSLAND!!



miðvikudagur, janúar 21, 2004

Ásrún syss er 26 ára í dag. Til hamingju með það!!

Annars fórum við í kvöldgöngutúr í gær um hverfið og tókum myndavélina með. Það var svo kalt að ég hélt að ég myndi missa fingurna þegar ég var að taka myndir. Svo komum við heim og ætluðum að setja myndirnar á netið og þær voru alltof dökkar, var ekki einu sinni hægt að gera þær sýningarhæfar í Photoshop!
Við verðum bara að fara í göngutúr í birtu fljótlega og taka aðrar myndir af snilldarhverfinu sem við búum í;)



þriðjudagur, janúar 20, 2004

Við fengum expresso kaffivél í jólagjöf og létum loksins verða að því áðan að kaupa okkur kaffi og expresso bolla. Eftir að við vorum búin að skoða bolla útum allt þá enduðum við á að kaupa bara hvíta klassíska í Bodum á 24, 95;) Fórum svo heim og löguðum kaffi sem smakkaðist mjög vel;)!!

Annars er voðalega lítið að frétta. Ég er víst að fara í saumaklúbb á fimmtudaginn og það er aldrei að vita nema að hann verði ofvirkari en klúbburinn sem var stofnaður í Aarhus, sem hittist einu sinni;)!! hummm....



mánudagur, janúar 19, 2004

Ef fólk hefur ekkert að gera, eða nennir ekki að gera það sem að það er að gera, þá er þetta skemmtileg tímaeyðsla. T.d. þegar ég slæ inn mitt nafn þá kemur:

herborg is very funny.......

augljóslega þá flokkast ég undir fólk sem nennir engu þessa stundina!!



laugardagur, janúar 17, 2004

Ingvar Daði bróðursonur minn er 2 ára í dag, til lukku með það!!
Langaði bara aðeins að monta mig......

Pabbi hans spurði hann áðan: "Hvar er Herborg?" Ingvar svaraði ekki og hélt áfram að leika sér. Þá sagði pabbi hans við hann: "Herborg er í Danmörku." Eftir andartak sagði litli maðurinn: "Bjössi er líka í Danmörku."

Er hann ekki klár;)!!


föstudagur, janúar 16, 2004

Ótrúlegt en satt, Íslendingar unnu í gær! Við erum semsagt ekki óhappa lengur. Við vorum miklu betri!! Við fögnuðum sigrinum á skólabarnum hjá Bjössa. Þar var fáránlega mikið af fólki, geðveik röð inn og svona! Mjög gaman.

Í kvöld á svo að fylgjast með Idol heima. Ég segi bara enn og aftur: áfram Jón!!


fimmtudagur, janúar 15, 2004

Fyndið


Hvernig líst ykkur á þessa "kenningu" um idol??


Tvennt sem mér finnst fyndið í augnablikinu:
1. Big bills are history -auglýsingarnar með dansandi dvergnum!
2. Sáum loksins De grönne slagtere í gær, snilldar plot. Mæli með henni.

Annars erum við að fara á landsleik á eftir, Danmörk-Ísland. Hingað til hefur ekki gengið vel á kappleikjum/atburðum sem við höfum séð Ísland keppa í í Danmörku, þ.e. þegar við mætum á staðinn; eurovision, fótboltaburstið og svo eitthvað 10 marka tap í handbolta. En í kvöld vinnum við.........


sunnudagur, janúar 11, 2004

Hlakka mjög mikið til þess að elda í kvöld......hljómar kannski fáránlega;) Allavega, þá fórum við í búð í gær og ákváðum að labba fram hjá Netto í þetta skiptið. Ákváðum að kíkja í ISO sem er aðeins fínni búð. Þar keyptum við svo inn fyrir helgina. Í gær vorum við með lasagna sem var svona blanda af kjöt og grænmetis; semsagt 50-50. Mjög gott. Nóg af lauk, rauðlauk, papriku, tómötum og svona. En í kvöld á að prófa eitthvað nýtt krydd sem við fundum í búðinni, sem er með sinnepsfræjum, karrýi og einhverju fleira. Það þarf ekki mikið til þess að gleðja mann.....
Allavega, ég var að spá í að marinera kjúkling í þessu kryddi (krydd, ólífuolía og kannski smá sítrónusafi....) og svo steikja hann á pönnu með sveppum, lauk, papriku og einhverju öðru sem leynist í ísskápnum. Með þessu á svo bara að hafa hrísgrjón.
Kannski hljómar þetta alls ekkert girnilega.............hehe


laugardagur, janúar 10, 2004

Var að horfa á Idol á netinu. Jón Sigurðsson var langflottastur í kvöld að mínu mati, gott að vera laus við Ardísi. Það er glæpur að syngja Footloose i dragt, pinnahæum og með hatt eins og hún gerði um daginn!!

mánudagur, janúar 05, 2004

Eftir óstýrilegt át um jólin á að reyna að borða hollan mat núna. Ekki bara að maður hafi étið yfir sig af jóla-og áramótamatnum þá átti maður fleiri góða daga : einn daginn fékk ég mér meðal annars 2 pylsur og american style-geri aðrir betur!!!

Mætt aftur til Danmerkur. Ekki hægt að segja annað en að maður sé bara uppgefin eftir fríið. Búin að vera að mestu leyti undir sæng síðan ég kom. Núna á að hrista af sér slenið og drífa sig út, gengur ekki annað!!