fimmtudagur, apríl 29, 2004

Var að elda rosa gott Chili con carne upp úr mexikanskri matreiðslubók sem ég á. Það er ekki það sama og að fixa sjálfur Chili con carne; steikja hakk og krydda það með sömu kryddum og þegar þú eldar hakk og spaghetti og svo bæta tómötum og baunum út í, þó það bragðist vissulega ágætlega............
Skv. uppskriftinni eru semsagt 1 laukur og 3 hvítlauksrif steikt létt, hakkinu bætt út og steikt áfram. Einni "kúgfullri" skeið af Cayenne pipar bætt út í, nautasoði, lárviðarlaufi, matskeið af kúmeni, einni dós af hökkuðum tómötum og tómatpúrru. Þetta er svo látið malla í 45 mín og þá er nýrnabaununum bætt út í í 10 mínútur. Smakkað til með salti.

Þetta borðuðum við svo með skorpubrauði og salati.

Reyndar var mælt með í uppskriftinni að maður ætti að fá sér fullt af bjór með þessu;)- en við létum sódavatnið duga í þetta skiptið!!

Langt síðan ég hef talað um mat á síðunni minni, þannig að það var kominn tími á það!!




Í þessum töluðu orðum er þyrla á sveimi hérna í kring og mikil síenulæti......spurning hvað er í gangi!! Fullt af sendiráðum hérna í nágrenninu.......við erum forvitin!!




Verða ekki örugglega tónleikar með Nælon í sumar??...........




miðvikudagur, apríl 28, 2004

Er ég orðin of dönsk ef ég kaupi mér lífrænt ræktað kamillute........




Jæja, þá vorum við að skríða heim frá Aarhus. Við erum búin að hafa það fínt þar. Borðuðum með Ragga og Árnýju og mánudagskvöldið og keyptum okkur svo uppáhaldskínamatinn okkar á þriðjudaginn á China star grill á Stjernepladsen. Ólýsanlega ljúffengt!!

Það er mikið að gera hjá okkur báðum í skólanum, B í prófum og ég að skila eftir mánuð. Þannig að núna þarf allt að fara að ganga upp hjá mér.........

Annars er veðrið alltaf að verða betra og betra og verður orðið alveg frábært þegar Maja og Kristín koma hingað eftir mánuð!! Hlakka til:)




sunnudagur, apríl 25, 2004

Í gær fór ég í kveðjupartý hjá manni sem ég þekkti ekki einu sinni, einhver fótboltafélagi Bjössa. Sniðurgt ha:)......heeh
Það var ekki erfitt að kveðja hann!! Þar sem ég er byrjuð að reita af mér brandarana þá ætla ég að leyfa þessum að fljóta með:)


Fasteignasali vildi gleðja kaupanda sem var að flytja inn og sendi honum blóm símleiðis .
En fyrir mistök sendi blómasalinn rangan blómvönd sem á stóð: "Hvíl í friði"
Fasteignasalinn hringdi brjálaður í blómasalann. Blómasalinn baðst afsökunar á þessu
en benti á að á þessarri stundu í einhverri jarðaförinni væri blómvöndur sem á stæði:"Til hamingju með nýja heimilið"






mánudagur, apríl 19, 2004

Á aðalsíðu Morgunblaðsins er framhjáhald Beckhams flokkað undir Helstu mál, ásamt hryðjuverkunum í Madríd og ráninu í Stavangri.

Bara svona smá mánudags "hughrif"......


sunnudagur, apríl 18, 2004

muahahahhaha

Who will give you an orgasm? by leslie13
Name
Age
Virgin?
So, who will make you moan?The foreign exchange student;)
How?Orally...yummmmy...
Will it be good?You'd rather be with your dog.
Created with quill18's MemeGen 3.0!





föstudagur, apríl 16, 2004

Nú er óhætt að fullyrða að sumarið er komið í Kaupmannahöfn. Sól og hiti!! Til þess að hafa afsökun fyrir því að læra úti á svölum er ég orðin ofvirk í að byggja pappamódel!

Tívolíið er að opna í dag og erum við búin að panta okkur árskort:) Það verður ekki leiðinlegt að prófa nýja rússíbanann!

Foreldrar Bjössa verða í Köben um helgina þannig að það verður nóg að gera hjá okkur. Erum m.a. að fara á Eric Clapton á morgun........



mánudagur, apríl 12, 2004

Dagurinn í gær var mjög ljúfur, og það sem stóð upp úr var páskamaturinn. Mikið rosalega var hann góður-þó ég segi sjálf frá:)

Við vorum með graflax og taðreyktan lax í forrétt, með ristuðu brauði og dressingu. Heilsteiktan nautavöðva með sinnepsbættri piparsósu, bökuðum kartöflum, salati og maís í aðalrétt, og ís og ávexti með heitri súkkulaðisósu í dessert, auk þess sem við gæddum okkur á páskaeggi númer 1 með.

Magga, Hanna, Geir og Daði voru með okkur. Ætli ég reyni ekki að setja inn myndir fljótlega.....




sunnudagur, apríl 11, 2004

Gleðilega páska!! Dagurinn byrjaði að sjálfsögðu á að brjóta páskaegg og lesa málsháttinn sem var í þetta skiptið: Misjöfn verða morgunverkin...................hummhumm.....

Annars var myndin í gær mjög brútal, leit undan í þónokkur skipti.



laugardagur, apríl 10, 2004

Fyndið..............




Er annars að fara á The passion of the christ. Spurning hvernig mér finnst sú mynd. Jæja, guli fákurinn bíður......



föstudagur, apríl 09, 2004

ojojOJ!!



Komin aftur til Danmerkur eftir góða dvöl HEIMA á Íslandi;) Maður ætlar sér alltaf að gera svo margt heima en það næst nú aldrei. Ég náði nú samt að hitta fjölskylduna mikið, vinina þónokkuð, kíkja í bæinn, Kringluna og Smáralindina:) og fara í ungbarnasund með Ásrúnu og Bergi. Gott að koma heim og hlaða batteríin.

Bjössi er að fara í próf strax eftir páska svo að hann er að koma sér í lesfílinginn og ég ætla að skemmta mér í smá pappamódelgerð í dag. Annars skín sólin hérna í KBH og erum við að spá í að fá okkur hádegismat úti á svölum;)



miðvikudagur, apríl 07, 2004





I'm Chandler Bing from Friends!

Take the Friends Quiz here.

created by stomps.










fimmtudagur, apríl 01, 2004

1. apríl í dag og það er ekki enn búið að gabba mig!! Annars erum við á leiðinni til Íslands og verðum á þar um 21:00 í kvöld......