sunnudagur, september 25, 2005

Vá hvað Kallakaffi var skelfilega lélegur þáttur!..........

Sammála?

föstudagur, september 23, 2005

Ég var víst klukkuð:)

5 staðreyndir um mig.

1. Ég er rosalega myrkfælin. Ég hef séð framliðna og mér finnst ég finna þegar einhver er nálægt mér, hef hinsvegar ekki séð neitt í þónokkurn tíma. Held að ég hafi náð að loka á það. En já, finn fyrir einhverju og finn oft lykt. Ef ég þekki lyktina og veit hver er á ferð, þá er það bara notalegt:)

2. Ég ath alltaf áður en ég fer út hvort það sé ekki slökkt á eldavélinni, þó svo að ég hafi ekki verið að nota hana rétt áður.

3. Mér finnst ótrúlega gaman að elda og halda boð. Hlakka til þegar Flókagatan verður tilbúin í það og þegar ég er komin með lyst á matnum mínum aftur!

4. MIg langar rosalega að kunna að sauma og prjóna og stefni á að gera eitthvað í því á næstunni.

5. Ég var ropmeistari Breiðholtsskóla 1995. Ég og 2 strákar tóku þátt og ég rústaði þessu. Mikil mistök hjá þeim að vera að fá sér kókosbollu með kókinu!Ég fattaði á sviðinu að þetta væri nú miður kvenlegt og hef ekki ropað á almannafæri síðan!:) En hvað gerði maður ekki fyrir smá athygli á sínum tíma!

fimmtudagur, september 22, 2005

Gífurleg eftirspurn eftir sófanum:) hehe.........

Allavega, ég eignaðist litla frænku(bróðurdóttur) í nótt. Hún mætti á svæðið 2 vikum eftir áætlaðan fæðingardag og var tæplega 3600g og 52 cm, með dökkt hár. Meira veit ég ekki. Hlakka til að sjá hana, og þau, á eftir. Til hamingju öllsömul:)-orðin 5 manna fjölskylda:)!!

sunnudagur, september 04, 2005

Halló halló

Ef einhvern vantar, eða veit um einhvern sem vantar sófa, þá erum við að reyna að losa okkur við gamla sófann okkar. Hann er reyndar ekkert gamall;) er blár og voða vel með farinn:) Selst á lítið.

Annars bara allt gott að frétta af Flókagötunni:)