miðvikudagur, júní 29, 2005

Billede(2).jpg



Bjössi tilbúinn:)
Jæja, þá er ég útskrifuð, við búin að vera með foreldra mína og systkini í heimsókn - sem var rosa gaman, og búin að henda búslóðinni í gám. Eftir 30 mín erum við á leiðinni á Roskilde festivalen, hlökkum mikið til:) Veðurspáin er góð eins og er og vonandi helst hún óbreytt.

Góðar stundir:)!


Powered by Hexia

miðvikudagur, júní 22, 2005

Nóg um að vera undanfarið og nóg að gerast framundan:)

Um helgina voru Tinna, Arnar og Embla Eik hjá okkur. Það var rosa gaman hjá okkur, fórum í Tivoli, Bakken og búðir. Grilluðum líka upp á þaki í góðu veðri.

Á mánudaginn eignuðust svo Gunnar og Anna litla dömu og það er hægt að sjá myndir af snúllunni á síðu stóra bróðurs hennar, Gunnars Magnúsar. Linkur hér til hliðar. Innilega til hamingju með fjölgunina:)

Í gær fór ég svo til Lundar ásamt Ástu að heimsækja Önnu Siggu. Það var rosa gaman að koma þangað. Við röltum um bæinn, fórum í stjörnuskoðunarturn og sáum yfir Lund þaðan og skoðuðum íbúðina hennar sem er rosa rúmgóð og sæt. Anna eldaði svo fyrir okkur lax með ostasósu, kartöflur og grænmeti, og svo fengum við súkkulaðiköku með ís og kirsuberjum á eftir:)

Núna er ég svo að pakka og Bjössi er í skólanum. Ætlum að klára að pakka mestu í kvöld. Mamma og pabbi koma svo á morgun og ég útskrifast svo á föstudaginn:) Allt að gerast. Systkini mín koma svo á laugardaginn, það verður gaman að hafa þau öll hérna í Köben:) Ætlum að borða í Tivoli, grilla á þakinu, þramma um bæinn og margt fleira:) Svo er það bara að henda í gám og fara á Hróarskeldu! Svo mætum við til Íslands 6. júlí:) Alkomin HEIM!!!

sunnudagur, júní 19, 2005

Til hamingju með afmælið mamma:)

miðvikudagur, júní 15, 2005

LOKSINS komin sól og hiti í Danmörku. Rosalega gott veður í gær og spáð góðu fram yfir helgina a.m.k. Ekki amalegt það!
Tinna, Arnar og Embla Eik eru að koma til okkar á morgun og ætla að vera í nokkra daga. Það verður gaman að fá þau. Við ætlum m.a. á Fredagsrock í Tivoli á föstudaginn, en þá eiga Saybia að spila. Svo verður örugglega kíkt í bæinn, borðað góðan mat og haft það huggulegt:)

Best að skella sér út á svalir:)

mánudagur, júní 13, 2005

Sáum eitt mjög kómískt áðan. Vorum í Super Brugsen og þar var einn starfsmaðurinn með stúdentshúfu að vinna. Ég hefði kannski bara átt að nota mína um árið í stað Subway dersins.........

sunnudagur, júní 12, 2005

Undanfarnir dagar......

Á fimmtudaginn fór ég til Árósa og sá Arnar verja lokaverkefnið og það tókst vel hjá honum:) Til lukku með það! Eftir vörnina fór ég með þeim heim og hjálpaði þeim aðeins að undirbúa partý. Partýið byrjaði stundvíslega kl. 17 og stóð til 2 um nóttina, ég fór auðvitað út með ruslinu.......stórgott partý!:)

Á föstudaginn kom ég svo við hjá Ástu og Jákupi. Eitthvað sem ég hef ætlað að gera í langan tíma. Það var mjög huggulegt: fórum á kaffihús, í búðir, herbergjarölt og partý. Vorum að vísu ekki mjög öflugar. Fengum okkur svo brunch áður en ég hélt heim á laugardaginn. Takk fyrir mig:)

Þegar ég kom heim í gær þá fórum við Bjössi aðeins í bæinn, sem var stútfullur af fólki. Kíktum í búðir og keyptum í matinn. Ég eldaði svo Coq au vin handa okkur, enda átti Prins Henrik afmæli:) Leigðum okkur svo 2 dankar myndir: Oh happy day og Kongekabalen. Góðar báðar tvær.

Í dag fórum við svo á háhýsasýningu í Dansk arkitektur center. Og í kvöld á að mixa súpu "from scratch" með lauk, skarlottlauk, brokkolí, gulrótum og fleira. Já og auðvitað rjómalagaða.......

mánudagur, júní 06, 2005

DANIR..............

Erum að reyna að selja hluta af dótinu okkar: hillur, borð og annað slíkt. Vorum rétt í þessu að selja hillu og blaðagrind. VUHUHU.....Allavega, hún borgaði okkur fyrir hilluna í gær en sagðist ætla að íhuga með blaðagrindina. Svo mætir gellan hérna áðan og við hjálpum henni með góssið niður. Þegar niður var komið þá óskaði hún okkur góðrar ferðar heim og sagði bless. Hún ætlaði að reyna að hafa af okkur blaðagrindina! hehehe.........Ég var ekki lengi að átta mig og lét hana að sjálfsögðu ekki sleppa. Þvílík nánös!

laugardagur, júní 04, 2005

Lítið bloggað að undanförnu. Hef mest legið með tærnar upp í loftið og slappað af. Skrítið en samt frábært að þetta sé búið. Takk fyrir allar hamingjuóskirnar:)

Núna þarf ég bara að hella mér í að búa til umsóknir og sækja um vinnur. Auk þess sem ég þarf að pakka öllu dótinu okkar, og ganga frá hérna. Bjössi er enn að skrifa og verður að því fram að heimför. Svo má veðrið alveg verða betra, er alveg til í að liggja í einhverjum görðum í góða veðrinu........semsagt frekar áhyggjulaust líf hjá mér í augnablikinu!