fimmtudagur, maí 29, 2003

London var cool, skemmtilegasta London ferð til þessa!!! Löbbuðum út um allt og sáum margt skemmtilegt.
Núna er komin bongóblíða í Danmörku og ég lá í sólbaði með Tinnu í allan dag, enda erum við stöllurnar góðar eftir daginn!!:) Maður verður nú að reyna sitt besta í að fá lit áður en Helgi og Vallý mæta hérna svört, eftir 2 vilur á Túnis, á laugardaginn...........

laugardagur, maí 24, 2003

Jæja, þá er búið að henda ofan í tösku, allt að verða klárt fyrir London. Ætla bara að nota tækifærið til að segja áfram Ísland á morgun, Islande douze point!!! Góða skemmtun!!

föstudagur, maí 23, 2003

Mæli með thessu bloggi!! Gísli Marteinn og Logi að fara á kostum. Hlakka ekkert smá til að sjá Júróvisjon, vona að við finnum einhvern ágætis stað til að horfa á þetta í London á morgun:)
Annars bara allt fínt að frétta héðan, er að fara að rölta niður í skóla með umsóknina mína um að skipta um skóla. 7-9-13 að það gangi upp. Við erum annars loksins komin með íbúð í KBH. Mjög fína íbúð á Österbro, 50 fm með svölum. Fórum til KBH í vikunni og skoðuðum tvær íbúðir. Hin sem við skoðuðum var ekki einu sinni ásættanleg fyrir blinda rottu, algjör viðbjóður!!

þriðjudagur, maí 20, 2003

Henti inn nokkrum velvöldum myndum úr seinasta matarklúbb. Flestar voru ekki svo netvænar, pent til orða tekið:)

Brilliant!!!!

mánudagur, maí 19, 2003

Byrjaði á tölvukúrs í dag og það lítur bara út fyrir tveggja vikna frí. Kann allt sem á að kenna á kúrsinum:) Veðurspáin er hins vegar ekki skemmtileg, spáð rigningu út vikuna. What to do, what to do????:)

föstudagur, maí 16, 2003

Þá erum við bæði búin að skila og okkur gekk bara vel. Bjössi og Ash fengu 10 fyrir Bs ritgerðina sína, ekkert smá flott hjá þeim!!!! Við fögnuðum á tilheyrandi hátt í gær:) Í kvöld er svo matarklúbbur hjá okkur, þannig að dagurinn í dag er búinn að fara í undirbúning fyrir það. Annars bara leti í gangi hérna. Frídagur í Danmörku, allt lokað, þannig fátt annað að gera en að liggja í leti. Ágætt það.......

miðvikudagur, maí 14, 2003

Er búin að komast að því að kók er ekkert spes drykkur. Er ekki búin að drekka mikið kók í langan tíma og fékk mér eitt glas áðan til að halda einbeitningunni, smá sykur. Mér fannst það bara ekkert gott..........

Hvað er málið með veðrið hérna í Árósum??? Rigning dauðans......Ég nenni ekki útúr húsi, þarf að fara út í búð, en það er spurning um að panta bara mat heim!

þriðjudagur, maí 13, 2003

Jæja, þá er ég búin að skila af mér verkefninu og á að verja það á fimmtudaginn. Seinast þegar ég f´r í kritik þá tók kritikin 1 og hálfan tíma á hverja grúppu (3-4 manneskjur). Núna á þetta að taka 3 tíma!!!!!! Er ekki í lagi. Maður verður alveg heiladauður eftir það:) En það verður ljúft að klára þetta. Bjössi á að verja BS ritgerðina sína á sama tíma. Án efa gerum við eitthvað skemmtilegt á fimmtudaginn!!

sunnudagur, maí 11, 2003

Löng kosninganótt að baki og ánægjuleg úrslit. Stjórnin hélt meirihluta, það er fyrir öllu!!! 5 menn í plús er líka gott mál. Það verður spennandi að fylgjast með næstu daga. Ég hef enga trú á öðru en að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn haldi áfram samstarfi sínu, sem er hið besta mál.

laugardagur, maí 10, 2003

X-D!!!!!!!!!!!!!!

föstudagur, maí 09, 2003

Ég held að ég hafi verið að setja heimsmet. Ég kláraði Haribo hlauppoka á skuggalega stuttum tíma hérna..............hehe. Allavega Evrópumet:)

Glæsilegt , lítur út fyrir ánægjulegan dag á morgun!!

fimmtudagur, maí 08, 2003

Styttist í kosningarnar heima og þar sem maður býr í útlöndum þá missir maður alveg af aðalhasarnum!! Glatað......
Við erum búin að kjósa fyrir löngu síðan.
Margir tala um að það sé svo erfitt að kjósa.....erfitt??? Maður getur litið á þetta eins og létt krossapróf, þar sem að er aðeins ein spurning. Spurningin er hvaða flokk treystir þú til að stýra landinu. Þá krossar maður bara við D, því það er rétta svarið..........

miðvikudagur, maí 07, 2003

Ég var að fá aðstoð hjá kennaranum mínum, kannski ekki frásögufærandi;) Nema hvað að hann sá tyggjópakkann minn á borðinu(blár extra) og spurði hvort að hann mætti fá. Auðvitað mátti hann það. Eftir að við höfðum spjallað í smá stund, þá sagði hann allt í einu:" Er ekki smá hassbragð af þessu tyggjói?"
Sæi í anda að einhver kennari á Íslandi myndi láta þetta út úr sér:)!!!!!

mánudagur, maí 05, 2003

Gleðitíðindi

sunnudagur, maí 04, 2003

Hver fór út að hlaupa í dag???????? Heeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeerborg. Núna er líkamsræktarkortið runnið út og nú á frekar að njóta sumarblíðunnar og hreyfa sig utandyra. Og ég ætla að standa við það markmið, núna er það 3-5x í viku útihlaup;)

laugardagur, maí 03, 2003

Það var dinglað hérna hjá mér rétt í þessu. Ég átti ekki von á neinum hérna á laugardagsmorgni, en ákvað nú samt að fara til dyra!! (Tinna......nennir því ekki alltaf). Ég opna hurðina og þar standa tvær konur, afar glaðlegar á svipinn. Svo segir önnur þeirra:" Við ætluðum að athuga hvort þú gætir gefið þér tíma með okkur á þessum yndislega laugardagsmorgni til þess að setjast niður með okkur og kíkja í mikilvægustu bók lífsins, Biblíuna". Ég sagðist nú bara vera mjög upptekin við lærdóm og bætti því nú við að þetta væri stúdentagarður, þar sem flestir væru nú sennilega í sömu sporum og ég. Þá sagði sú sama:" Já, er það. Ekki hentugt núna. Ástæðan fyrir því að við erum að ganga hérna í hús er sú að við höldum því fram að í biblíunni sé margt sem að geti hjálpað manni í amstri hversdagsins". Ég endurtók að ég væri upptekin og hefði því miður ekki tíma til þess að tala við þær. Hún hélt áfram:" Hvernig væri að við myndum kíkja hérna við þegar þú ert komin í sumarfrí". Ég ákvað að hætta að nota lærdóminn sem afsökun og sagðist bara ekki hafa neinn áhuga á að sitjast niður með þeim......

föstudagur, maí 02, 2003

Þá er Bjössi búinn að skila ritgerðinni, loksins!! Skilaði í gær kl. 10 um morguninn og svo byrjaði partý hjá Ash klukkan 1300...hehe. Þar var setið og sötrað allan daginn og svo farið í Klubben (skólaskemmtistaðurinn) um kvöldið. Mjög skemmtilegur dagur bara..... Annars ekki mikið nýtt af mér. Bara mikið að gera í skólanum enda skil eftir 10 daga. Guð minn góður :), best að halda áfram!!