fimmtudagur, mars 31, 2005

Mikið líður tíminn hratt. Mér finnst alveg ótrúlegt að það sé 1. april á morgun, finnst eins og jólin hafi verið í gær!:) En það er bara gaman. Lítið eftir af skólanum og ef allt gengur vel get ég sagt eftir tvo mánuði að ég sé arkitekt. Frábært!

Noooooh, þetta er ótrúlegt, ég trúi þessu ekki!


Þvílík frétt

mánudagur, mars 28, 2005

Til hamingju með afmælið pabbi!

Maturinn í gær heppnaðist mjög vel:) Rúlluðum frá borðinu og upp í sófa. Horfðum svo á fullt af myndböndum/myndum sem Helgi hefur gert, mjög fyndið!!

Núna á að taka á því í kirkjunni. Hallelúja!

sunnudagur, mars 27, 2005


Powered by Hexia


Powered by Hexia

laugardagur, mars 26, 2005

Jæja, þá erum við ásamt Helga og Vallý búin að versla í páskamatinn. Get ekki sagt annað en að ég hlakki til að borða á morgun. Fyrir áhugasama matgæðinga og sælkera, þá er matseðillinn eftirfarandi:

Forréttur
Grafinn lax með ristuðu brauði og sósu

Aðalréttur
Heilsteikt nautalund með sinnepsbættri piparsósu, bökuðum kartöflum og salati

Eftirréttur
Heimagerður kókosís með ferskum ananas

Girnilegt???



Nældi mér í þessa glæsilegu Monu Lisu á ískápinn á markaði áðan. Það eiga ekki allir svona flottan segul!

Powered by Hexia

föstudagur, mars 25, 2005

Ég dey!!

Vorum að horfa á fréttir frá því í gær heima. Úff......Þetta Bobby Fischer mál er svo mikið djók að það hálfa væri nóg! Hvað er málið? Hvar á þessi maður að vera á Íslandi og hvað á hann að gera þar? Mesta snilldin var nú bara þegar hann sagði við fréttamann um borð í Sas-vélinni "Leave me alone!!". Þakklætið að drepa manninn! Og þessar yfirlýsingar sem að hann var með eru ekki til að bæta stöðu eða ímynd Íslands.

Dönsk vinkona mín gerði grín af þessu máli við mig í gær og ég tilkynnti henni að mér fyndist þetta út í hött..........Þessa dagana segi ég ekki með miklu stolti að ég sé íslensk!

fimmtudagur, mars 24, 2005

Engin háfleyg markmið......

Jæja, núna lét ég verða að því sem ég hef ætlað mér í ágætis tíma. Ég ákvað að koma mér í trimmgallann og af stað!! Kom sjálfri mér á óvart að deyja ekki á leiðinni........það sem hélt mér gangandi(hlaupandi) var sennilega það að ég ætti nú að drífa nokkra kílómetra víst sumir fóru 42 km um daginn!
Allavega, þetta var hressandi og er stefnan að gera meira af þessu........hummhumm. Gott að fá ferskt loft, styrkja sig og gleyma sér smá. Svo væri ekki verra að slípa aðeins af í leiðinni:) Semsagt, ég er ekki á leiðinni í maraþon!

miðvikudagur, mars 23, 2005

"Attention, attention...............(smá þögn)............. Passengers travelling from Glasgow, the bus to the Blue Lagoon is leaving in a few minutes."

Við vorum eina fólkið sem sprakk úr hlátri í Leifsstöð............

Annars var Ísland náttúrulega snilld eins og alltaf. Nóg að gera, gaman gaman......

fimmtudagur, mars 17, 2005


Powered by Hexia

þriðjudagur, mars 15, 2005

Hvernig geturðu verið viss um að þú sért að velja rétt nafn á barnið þitt?

Jú, Beckham hjónin komu með það! Og aðferðin er mjög fljótleg og auðveld:

„Við erum mjög hrifin af því. Við gerðum þó dálítið próf. Victoria stóð í anddyrinu og ég fór út og kallaði upp stigann - Cruz, komdu niður! - Að því loknu vorum við viss um að þetta væri rétta nafnið,“ sagði Beckham.

Þar hafiði það.

Öll fréttin er hér.

sunnudagur, mars 13, 2005

Tíminn flýgur áfram eins og venjulega. Ekkert markvert að frétta. Nóg að gera eins og venjulega, en dagarnir misjafnlega afkastasamir;) Millivörn á fimmtudaginn og það verður spennandi að vita hvernig það gengur, segir mikið um framhaldið. Beint eftir hana er það bara Ísland:) Tek lestina til Köben ásamt Diljá og við hittum Bjössa á Kastrup:) Verðum semsagt heima fram á þriðjudag, og því knappur tími. Auðvitað verður reynt að hitta sem flesta og gera sem mest, eins og vanalega, en vonandi líka tími til að anda og klappa kettinum:)

miðvikudagur, mars 09, 2005

Hver er ekki kominn með nóg af Bobby Fischer málinu.........

Þetta er meira ruglið. Einhver íslensk sendinefnd að reyna að bjarga heiminum. Og fyrirsagnir eins og "Sæmundur söng afmælissönginn fyrir Fischer". Þar stendur m.a. :

Að sögn Sæmundar var svo góður hljómburður í móttökuklefanum, þótt lokað sé í milli með gleri, vegna þess að þar tala menn saman um hljóðnema og hátalarakerfi, að söngur hans glumdi um allt fangelsið.

hahaahahahahhaha........... Hvað er málið????

þriðjudagur, mars 08, 2005


Powered by Hexia


Powered by Hexia

sunnudagur, mars 06, 2005

Til lukku með afmælið Kristín:)


Powered by Hexia

fimmtudagur, mars 03, 2005

Ég er að hlusta á Reykjavík síðdegis..............

hvað fær fólk til að hringja í svona þætti??

Allt við það sama hér. Ég fór til Aarhus í gær og virðist óheppni mín á sviði almenningssamgangna ætla að halda áfram. Ég var rúma 4 tíma til Aarhus í stað 2:45 og svo 3:20 til baka, úff....... Ég hitti kennarann minn og svo einn mann sem á að "dæma mig" í vor, hann vill endilega fá að fylgjast með mér.....Hann er algjör snillingur, hefur farið 34 sinnum til Íslands að mæla upp gamlar kirkjur! Hann var alveg........þú veist, í Hvammsfirði...........við Búðardal.........og á Snæfellsnesi! Góður á því, veit ALLT um Ísland. Gaman að því:) Dagurinn fór því alveg í að spjalla við þessa góðu menn. Ég ætla alltaf að hitta alla, fá mér kaffi með hinum og þessum, en gefst sjaldan tími í það. Skólinn verður að ganga fyrir!

Annars var bróðir minn og fjölskyldan hans að fá afhent húsið sitt í vikunni og eru á fullu að mála. Ég væri alveg til í að vera með og hjálpa til:) En það styttist í það að námið klárist og maður geti verið með fjölskyldunni sinni eins mikið og maður vill!:)