mánudagur, desember 30, 2002

Hvað á að gera um áramótin - svona ef einhver les síðuna þessa dagana þar sem ég var nú búin að segja að ég ætlaði ekki að tjá mig yfir hátíðirnar.......... Annars er ég bara að hafa það mjög gott hérna heima. Það er líka merkur dagur í mínu lífi í dag því að ég á 23 ára skírnarafmæli og vil ég nota tækifærið og óska sjálfri mér til hamingju með daginn!!:)

miðvikudagur, desember 25, 2002

Langaði bara til að óska öllum gleðilegra jóla!!! Annars er ég bara að hafa það alltof gott hérna heima á Íslandi!!!:) Best að drífa sig að borða meira.

fimmtudagur, desember 19, 2002

Eitt í viðbót!!! Loksins!!

Eftir fáeina klukkutíma er maður bara kominn heim!!!!! Það er frábært. Býst ekki við því að tjá mig neitt heima, þ.e. á þessu bloggi. Þannig að ég segi bara gleðileg jól öll sömul!!! Góðar stundir.

miðvikudagur, desember 18, 2002

Frá mbl: "Ingibjörg Sólrún sagði að þótt svo færi að hún taki sæti á framboðslistanum væri hún tilbúin til að vera áfram borgarstjóri en koma málefnum borgarinnar á dagskrá í þingkosningunum og hugsanlega á Alþingi" - hallllllóóóóó - tilheyra ekki mál borgarinnar borginni!!

var að ná í þvottinn niður í kjallara, ekki að það sé frásögufærandi. nema hvað að í lyftunni á leiðinni upp var gaur í buffaloskóm og klíkujakka. töffari í lagi:)

Undanfarna daga er ég búin að þeytast um bæinn í leit að jólagjöfum, og er bara alveg að verða búin að kaupa allt!!!! Glæsilegt. Ananrs er ekkert svo jólalegt hérna, það vantar meira myrkur og snjó!! - veit að það er enginn snjór heima en það er allavega dimmt, mér finnst það notalegt:) Við komum svo bara heim á morgun, hlakka til að sjá ykkur öll heima!!

mánudagur, desember 16, 2002

ég er komin í jólafrí.........veiiiiiiiiiiiiiiiiiii:) Vörnin gekk alveg ágætlega bara. Ég fós svo beint á barinn með stelpu sem kláraði á sama tíma og ég og við fengum okkur einn lítinn jólaöl. Fór svo og hitti Tinnu í bænum og við fórum í smá jólagjafaleiðangur. Svo var farið í ræktina og svo beint heim í nautastrimla í rjómapiparsósu með sveppum, kartöflubátum og maís. Svo er ég bara búin að vera að þrífa kotið okkar, stuð hjá mér, á meðan Bjössi er að læra. Annars gleymdi ég að segja ykkur áðan, Maja og Kristín, hvern ég hitti á lestarstöðinni áðan þegar ég var að kaupa lestarmiðana............Diðrik úr MS!! Hann býr hérna!! Fyndið:)

sunnudagur, desember 15, 2002

Módelið er aaalveg að verða tilbúið, af hverju tekur allt miklu lengri tíma en maður heldur??? Annars ekki mikið að segja nema það að ég fór í apótek áðan til að kaupa mér gifs. Þar var á miðju gólfinu vigt, sem kostaði 2 dkr að nota. Hver vigtar sér á miðju gólfi í ápóteki og borgar þar að auki fyrir það......mér fannst þetta allavega voða fyndið, þarf ekki mikið til að gleðja lítið hjarta!!:) Annars ætla ég að drífa mig í ræktina núna og svo nota kvöldið í að klára módelið ( burðaðist með það heim!!) og undibúa mig fyrir vörnina á morgun. Á morgun klukkan svona cirka 14:10 eru komin jól hjá mér!!!!!

laugardagur, desember 14, 2002

Jæja, svaf aaaðeins lengur en ég ætlaði mér en er að fara að henda mér niður í skóla. Byrjaði á módelinu í gær og það gengur bara fínt, langar að klára það í dag en við sjáum hvernig það gengur. Var í mat hjá Arnari og Tinnu í gær, borðuðum dýrindis súpu og brauð með. Sátum svo og spjölluðum til að verða 2, en þá birtist Bjössi ( hann var í julefrokost í skólanum) svona í skrautlegri kantinum. Það er heldur ekki mikið lífsmark á honum núna:) Núna eru bara 10 dagar til jóla og 5 dagar í heimkomu, svo að við höldum áfram að telja niður:) Best að koma sér af stað, módelið bíður!!:)

fimmtudagur, desember 12, 2002

Sat fyrir framan tölvuna í alla nótt, er að fara að prenta núna eftir klukkutíma, eftir það verður farið að sofa. Ég lagði mig að vísu í rúman klukkutíma, á meðan ég var að brenna. Ég vona að þetta heppnist vel!!! Á morgun, laugardaginn og sunnudaginn ætla ég svo að gera módel, ég ætti að ná því!!! Á mánudaginn kl 13:15 fer ég svo í kritik, og eftir það er bara jólafrí!!! Gamangaman:) Ætla að fara að koma mér af stað....

miðvikudagur, desember 11, 2002

Ég vek sérstaka athygli á því að á forsíðu skólans míns er verkefni sem deildin mín vann í haust, stutt verkefni í tæpar 2 vikur, minnir mig. Neðsta myndin er minn partur af verkinu og sést hann líka lengst til hægri á stóru myndinni. Verkefnið hét " Tradition og fornyelse" eða " Hefð og endunýjun ". Markmiðið var að skoða múrstein sem byggingarefni og gera tilraunir með efnið.

þriðjudagur, desember 10, 2002

14 dagar til jóla og 9 dagar í heimkomu!!!!!!:)!!!!!!!

mánudagur, desember 09, 2002

Var að setja inn myndir af Jónasi Inga og Ingvari Daða. Tékkiði á hvað þeir eru búnir að stækka, og hvað þeir eru rosalega sætir!!!:)

Í dag komst ég að því að ég á aldrei eftir að geta fengið mér nýjan gsm síma!! Ég var rétt svo búin að hjóla út úr portinu hérna í morgun þegar plastpokinn sem ég var með á stýrinu flæktist í hjólinu og rifnaði með þeim afleiðingum að síminn minn flaug í götuna og fór í 3 búta. Ég tók hann upp og sá að hann lifði það af. Nema hvað að núna var ég ekki með neinn poka lengur þannig að ég þurfti að halda á öllu sem var í pokanum ( sími, tveir pennar og nokkur blöð) ég ákvað að setja símann í jakkavasann og halda á hinu. Nema hvað að þegar ég er búin að hjóla u.þ.b. 200 m í viðbót og er á mikilli ferð ( var að ná ljósunum-hehehhe) þá flýgur síminn úr vasanum og fór aftur í nokkra búta. Ég stekk af hjólinu og set hann saman aftur og hann ennþá í góðu lagi. Þegar ég svo ætla að setjast á hjólið aftur þá kemur köttur á fleygiferð og ætlar að hlaupa beint út á götu, og ég öskra alveg bara neiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!!!!!, kötturinn náði skilaboðunum (kettir eru bestir!!!) og snarhemlaði og hljóp eitthvað í burtu. Eftir þetta ákvað ég nú bara að það væri kannski bara best fyrir mig að reiða hjólið í skólann!!

sunnudagur, desember 08, 2002

Haaaaaalllllllóóó´!!!!! hvernig nennir fólk þessu!!! Hefur fólk virkilega ekkert betra að gera. Þetta er nú líka bara bíómynd, af hverju þarf maður að sjá hana fyrstur af öllum!!! Ég er ekkert rosalega mikið fyrir svona ævintýramyndir......gamanmyndir eru mínar myndir!!!

laugardagur, desember 07, 2002

17 dagar til jóla!!!! Er ennþá að nauðga Pottþétt jól disknum, nágrannar mínir halda ábyggilega að ég sé alveg geðveik. En hvað um það, ég er alveg að fíla mig hérna:)!!!! Ég hlakka svo til.........!!!!!!!!

föstudagur, desember 06, 2002

Pottþétt jól eru að gera góða hluti núna!!!

fimmtudagur, desember 05, 2002

Ég vil bara minna á það að það eru 19 dagar til jóla. Finnst ykkur það ekki alveg hreint stórkostlegt!!! Og það sem meira er, ég kem heim eftir 2 vikur og 3 klukkutíma, ennþá stórkostlegra. Annars er bara mikið að gera í skólanum núna og svo sem ekki neitt skemmtilegt að segja frá, það sem bjargar manni samt alveg er það að það er stutt í frí!! Annars ætla ég að skella mér í ræktina núna, í 75 mín. spinning tíma (geri aðrir betur) og svo er það bara "læralæralæra" í kvöld!!

þriðjudagur, desember 03, 2002

21 dagur til jóla!!!! Við erum komin með svona "telja niður kerti" á teiknisalinn og smá jólaskraut og hækkum alltaf í útvarpinu þegar það kemur jólalag, svaka gaman!! Annars er mest lítið að frétta, en endilega ef þið vitið ekki hvað þið eigið að skoða næst á netinu, tékkiði þá á síðunni hans Magnúsar Ara (Bjössa- og Majuson). Þar eru fullt af myndum af litla prinsinum, hann er algjör rúsína!!!:)

sunnudagur, desember 01, 2002

Svarti vísindamaðurinn Biggi á afmæli í dag, til hamingju með það!!