miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Heyrði jólalag í morgun sem mér finnst þess virði að deila með ykkur textabroti úr:

Vertu hjá mér þessi jól
verð að fá þig
heims um ból!


Frááááábært!!

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Vika 28 : 19. nóvember 2005 til 25. nóvember 2005

Barnið hefur nú náð um það bil þriðja hluta af væntanlegri fæðingarþyngd.
Það vegur u.þ.b. 1150 gr og mælist 25 sm í sethæð.
Fætur mælast nú næstum 5,5 sm.
Hárin á höfðinu eru orðin hlutfallslega löng.
Barnatennurnar undir gómnum eru myndaðar.

mánudagur, nóvember 14, 2005
















Myndarhjón, ekki satt:)




























Kristín vinkona var að giftast honum Kjartani sínum á laugardaginn. Brúðkaupið var æði og Kristín auðvitað langflottust:) En hérna má sjá okkur bumburnar tvær......það er reyndar lítið farið að sjást á Kristínu ennþá:)

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Karen Emma Þórisdóttir

Sú stutta fékk semsagt nafn um helgina. Ég var ekkert rosalega heit í þetta skiptið;) Ég er búin að vera að prófa nafnið og sé ekki betur en að það hæfi henni vel!

Dæmi:

1. Karen Emma spilaði 3 frumsamin lög á 4 ára afmælinu sínu.
2. Karen Emma hlaut hæstu einkunn í stærðfræði.
3. Karen Emma kom fyrst í mark.........

-Já, og bumbumynd, kemur voooooon bráðar;)