Síðasta færslan í bili
Jæja.........
Ég er búin að ætla mér að gera lokafærslu hér í þónokkurn tíma. Ég byrjaði með þessa síðu í þeim tilgangi að vinir og fjölskylda heima gætu fylgst með mér/okkur í Danmörku. Þar sem að við erum flutt heim þá sé ég lítinn tilgang með síðunni. Því sé ég fram á að loka henni fljótlega.
Annars er allt gott að frétta. Við erum flutt inn, og erum smátt og smátt að koma okkur fyrir. Okkur líður rosa vel í nýju íbúðinni okkar. Við erum komin með heimasíma, og getið þið fundið hann á simaskra.is undir Bjössa nafni. Annars er ég með sama gemsanúmer.
Já, og við munum etv. byrja með aðra heimasíðu í febrúar.........:) Hvernig síða ætli það verði???;)