miðvikudagur, september 17, 2003

Þá er ég komin aftur til Köben. Er enn í steypuverkefni í skólanum:) Einn gestakennarinn í þessu verkefni hefur OF mikinn áhuga á verkefninu. Þegar hann mætir á morgnana brosir hann út að eyrum og er ekkert smá ánægður með að vera mættur í vinnuna. Hann getur líka "diskuterað" allt fram og til baka endalaust, það þarf alltaf að stoppa hann. Maðurinn hefur skoðun á hverjum sentimetra og hverri gráðu, rosalegur.
Allavega þetta er mikið hópverkefni sem reynir mikið á þolinmæðina.............

laugardagur, september 13, 2003

Stuðmenn í kvöld í Tívolí!!:)

ÉG ER ORÐIN MÓÐURSYSTIR!!!-ALVEG Í SKÝJUNUM:)
TÉKKIÐ Á MÁLUNUM HJÁ ÁSRÚNU OG BJÖSSA!!!!

miðvikudagur, september 10, 2003

Er i KBH núna, kom í gær og ætla að fara aftur til Aarhus á morgun. Erum loksins komin með heimasíma og net!! Kom viðgerðarmaður hérna í morgun og kippti þessu í lag, hann lét bókstaflega eins og hann væri heima hjá sér. Hann þurfti að skreppa að ná í eitthvað niður í bæ og svo þegar hann kom til baka þá var hann ekkert að banka eða hringja á bjöllunni. Hann bara óð inn!! Allavega síminn er 35559885 ef einhvern langar að slá á þráðinn!!

mánudagur, september 08, 2003

Jæja, tha er eg mætt til Aarhus aftur. Var i morgun ad steypa thessi mot sem vid gerdum fyrir helgi, svaka stud!! Sit nuna uppi i tølvustofu ad drepa timann, ekki mikid vid ad hafast her thegar madur er ekki med ibud herna og svona, ekkert alvøru verkefni i gangi sem ad madur getur gleymt ser i:)
Annars var helgin god i Køben. Alveg jafn mikid Islendingasamfelag thar og her i Aarhus. Vid kiktum a nyja bekkjarfelaga Bjøssa a føstudaginn og a laugardaginn endudum vid i DTU Islendingapartyi. Vedrid var lika frabært, vid hjoludum mikid og kiktum a hafmeyjuna:)

miðvikudagur, september 03, 2003

Jæja, nú held ég til KBH á morgun, hlakka til að koma til Bjössa míns:) Var að koma úr mat hjá Steinunni og Atla, mexíkanskur matur, voða góður. Mexíkanskt þema í Árósum þessa vikuna, fékk nefnilega líka svoleiðis hjá Tinnu og Arnari á mánudaginn:) Mér finnst mexíkanskur matur góður svo það er gott mál!!!
Allavega, fyrsti hlutinn á verkefninu gengur vel og það er bara lúmskt gaman að gera steyputilraunir-er það weird????

mánudagur, september 01, 2003

Núna er ég í Árósum í íbúð Ragga og Árnýjar. Ástæðan: Jú skólinn byrjaði í dag;) og spennandi verkefni framundan...........
Á morgun fáum við fyrsta verkefnið sem á að skila 25. september. Það eru einhverjar steyputilraunir, kemur betur í ljós í fyrramálið.
Annars tók ég lestina til Árósa klukkan sex í morgun og er orðin temmilega þreytt og er að spá í að fara að halla mér. Stefnan er svo tekin til Köben seinnipart fimmtudags, hlakka strax til........................