Róleg helgi hjá okkur. Á fös.kvöldið vorum við bara heima og horfðum á sjónvarpið. Í gær fórum við á pöbb og horfðum á England - Ísland, þar sem að ann var ekki sýndur í sjónvarpinu. Það vita allir hvernig það fór!! Fórum svo í bíó og sáum "Eternal sunshine of the spotless mind"-mjög góð mynd;)
Í dag hjóluðum við niður í bæ og svo niður á Langelinie og kíktum aðeins betur á þessi Outlet. Keyptum að vísu ekki neitt, en alltaf gaman að skoða;)
Annars þurfum við bara að fara að ganga frá hérna þar sem að eftir viku þá erum við á leið til Portúgal, og þaðan förum við beint til Íslands. Bjössi á líka eftir að skila af sér hópverkefni, sem klárast nú sennilega ekki fyrr en á laugardag. Ég á svo eftir að skila samantekt um seinasta verkefni. Þannig að það er nú svo sem nóg að gera!