Nóg um að vera undanfarið og nóg að gerast framundan:)Um helgina voru Tinna, Arnar og Embla Eik hjá okkur. Það var rosa gaman hjá okkur, fórum í Tivoli, Bakken og búðir. Grilluðum líka upp á þaki í góðu veðri.
Á mánudaginn eignuðust svo Gunnar og Anna litla dömu og það er hægt að sjá myndir af snúllunni á síðu stóra bróðurs hennar, Gunnars Magnúsar. Linkur hér til hliðar. Innilega til hamingju með fjölgunina:)
Í gær fór ég svo til Lundar ásamt Ástu að heimsækja Önnu Siggu. Það var rosa gaman að koma þangað. Við röltum um bæinn, fórum í stjörnuskoðunarturn og sáum yfir Lund þaðan og skoðuðum íbúðina hennar sem er rosa rúmgóð og sæt. Anna eldaði svo fyrir okkur lax með ostasósu, kartöflur og grænmeti, og svo fengum við súkkulaðiköku með ís og kirsuberjum á eftir:)
Núna er ég svo að pakka og Bjössi er í skólanum. Ætlum að klára að pakka mestu í kvöld. Mamma og pabbi koma svo á morgun og ég útskrifast svo á föstudaginn:) Allt að gerast. Systkini mín koma svo á laugardaginn, það verður gaman að hafa þau öll hérna í Köben:) Ætlum að borða í Tivoli, grilla á þakinu, þramma um bæinn og margt fleira:) Svo er það bara að henda í gám og fara á Hróarskeldu! Svo mætum við til Íslands 6. júlí:) Alkomin
HEIM!!!