Ég er eitthvað orðin löt við að blogga, ég þarf að taka mig á;) Annars er helgin bara búin að vera fín. Við grillluðum á fös með Ragga, Árnýju og Ýrr og fórum svo í partý hjá stúdentafélaginu. Ég slapp við að vera dj í þetta skiptið, skipti að vísu einu sinni um disk. Var að vísu í dyrunum í hálftíma og rukkaði inn, stuð!!
Í gær röltum við í bænum í góða veðrinu og fórum til Kára í kökur þar sem hann átti afmæli. Í gærkvöldi fór ég svo til Signe í mat, heimagert pasta, eplapæ og læti.Voða huggulegt. Núna er ég bara að læra og svona. Veðrið er ekkert spes þannig að það er ekkert sem tosar mann út, sem er ágætt svona inn á milli.....