þriðjudagur, október 28, 2003

Mig dreymdi súrrealískan draum um helgina. Ég og Bjössi vorum að fara saman í vikuferð í Vindáshlíð. What!!! Fyrir fólk á okkar aldri!! -og bæði kynin....Ég var alveg ekki að nenna því að fara. Ásrún, Maja og Kristín voru líka að fara með okkur. Það kostaði 50.000 kr á manninn!! Það var hræðilega leiðinlegt þarna........... Þegar ég vaknaði þá var ég bara WHAT!!!

sunnudagur, október 26, 2003

STEIK

Í gær var afslöppunardagur:) Tvær góðar sögur af deginum:
1. Fórum á Loppemarked(flóamarkað) í Bella Center. Þar var margt forvitnilegt. Meðal annars sáum við stóla sem okkur fannst flottir. Ég ákvað að sprja manninn hvað hann vildi fá fyrir gripina(3 stk). Hann sagði fyrir alla 3 2000 dkr. Þá spurði ég hvað hann vildi þá fá fyrir einn. Þá svaraði hann 600 dkr!!! Góður gaur......
2. Við fórum svo á KIll Bill í gærkvöldi. Við tókum strætó og settumst fremst. Allir sem komu inn sýndu mánaðarpassann, klipptu á klippikotinu eða borguðu, nema á einni stoppistöð þá kom einhver bimbó inn og þá sagði strætóbílstjórinn við hana að hún þyrfti ekkert að borga......bara verið að hözzztsla í vinnunni. Við gátum ekki annað en hlegið:)

föstudagur, október 24, 2003

Í kvöld verður þetta í matinn!! Nammnammnamm!!

Veiveiveivei!!!! Mamma og pabbi eru að koma til okkar 12. nóvember. Það verður sko gaman hjá okkur. Hlakka ekkert smá til að fá þau:)

Annars keypti ég mér Mannlíf á leiðinni til Danmerkur um daginn. Framan á því eru Þorfinnur Ómarsson og Ástrós. Er einhver búin að sjá viðtalið við þau?? Alveg fáránlegar myndir af þeim. Yfirskrift viðtalsins er: Allt um ástina, dansinn, kynþokka og kvikmyndasjóð. Myndirnar virðast "eiga að vera sexy", þau eitthvað voða innileg. Hræðilega hallærislegar!! Skil ekki hvað ljósmyndarinn var að spá eða bara þau..............

fimmtudagur, október 23, 2003

Við ætlum að skreppa aðeins í IKEA og er það því í 3 skipti sem við förum þangað eftir að við fluttum til KBH. Við erum alltaf með einhverja drauma um að okkur langi í nýja stóla, þar sem að við erum búin að fá ógeð af klappstólunum okkar, og að okkur langi í almennilegt sófaborð með hirslum, þar sem að við getum geymt blöð og svoleiðis. En þannig er mál með vexti að ég hef alltaf farið vel með peningana mína og mér finnst óþarfi að vera að kaupa eitthvað nýtt, ef maður á það fyrir. Kannski sérstaklega þar sem að við búum hérna tímabundið og þegar við flytjum heim þá flytur maður í allt öðruvísi húsnæði sem mögulega krefst annarra húsgagna.

Ég spái því að við kaupum voða lítið þarna, en það er alltaf gaman í IKEA!!!:)

miðvikudagur, október 22, 2003

You are floating on a sea of reeds
You are Abstract. Not everyone understands you, but
you weren't meant to be straightforward. You
try to never do the obvious, and you might be a
very nonverbal person. You're emotionally
charged and you try to avoid pretense. Some see
you as mysterious, but you don't try to be.


Art Thou? -Your Art Style Personality
brought to you by Quizilla


þriðjudagur, október 21, 2003

Komin aftur til Danmerkur. Hér er sko miklu kaldara en á Íslandi!! Alveg kominn tími á húfu og læti bara. Annars var bara frábært að vera heima eins og alltaf:) Hér tekur skólinn við og áður en maður veit af þá koma jólin..........gamangaman!!!

mánudagur, október 20, 2003

þússssssssssssssshhhhzzzund kosshzzaa nóóótttt!!! heheheeheeeeee

miðvikudagur, október 15, 2003

Ef ég bara ætti SMÁ pening !!! Algjörlega minn draumur;)

föstudagur, október 10, 2003

Það er allt að gerast!!! Gunnar og Anna María eignuðuststrák á þriðjudaginn og Tinna og Arnar eignuðust stelpu í gær. Til hamingju með þetta öllsömul!!!:)

Annars er það bara "home sweet home" á morgun. Hlakka til!!


þriðjudagur, október 07, 2003

Var í lestinni áðan frá Aarhus til KBH, ekki svo frásögufærandi......nema frá Odense sátu gaurar í básnum við hliðina á mér sem voru að leysa eitthvað læknisfræðiverkefni. Málið var það að annar þeirra vissi allt en hinn var bara vitlaus og var alltaf að spyrja þennan klára um allt. Ég skil ekki hvaðan strákurinn hafði þolinmæði í að segja honum frá öllu. Persónulega hefði ég rotað hann!!!
Ég var orðin það pirruð að ég stóð upp þegar það voru 10 mín eftir af ferðinni og labbaði fram og beið þar frekar...............

sunnudagur, október 05, 2003

Sunnudagur í Danmörku. Árósar er dauður bær á sunnudögum, en það er alltaf líf í KBH, þar sem bærinn er alltaf fullur af túristum. Danirnir halda sér þó flestir heima fyrir, og það ætlum við líka að gera í dag. Slappa af og jafnvel reyna að gera eitthvað af viti!!
Kíktum á nýja bekkjarfélaga Bjössa í gær og enduðum með þeim á Vega, sem er svaka stór skemmtilstaður hérna í KBH.
Núna er bara kveikt á MTV og Cher að reyna að syngja, mér finnst alltaf eins og hún sé að kafna, endalaus rembingur í henni....vonlaus gella!
Á morgun er það svo Aarhus......ætla að taka lestina klukkan 7, þá er ég komin fyrir 10 í skólann. Svo er það bara dejlige Island næsta laugardag!!

laugardagur, október 04, 2003

Raggi eldaði dýrindis pottrétt á fimmtudaginn, sló í gegn!! Við sátum svo og spjölluðum og sötruðum fram á nótt.
Í gær kláraðist svo loksins þetta steypuverkefni, öllum til mikillar hamingju. Á fimmtudaginn þegar við vorum að vinna í þessu og það var alveg að koma hádegismatur þá kom húsvörðurinn í fyrirlestrarbyggingunni labbandi út með samlokur handa okkur, afgangur frá einhverjum fyrirlestri kvöldið áður. Danirnir voru ekkert smá sáttir, alveg mesta hamingja í heimi: GRATIS FROKOST!! Toppurinn á tilverunni:)
Ég kom svo til KBH í gær um 3 leitið, hitti Bjössa á brautarstöðinni og við röltum niður í bæ. Þar var nóg af fólki eins og alltaf. Í gærkvöldi tókum við því bara rólega, horfðum á Dumb and Dumber, alltaf jafn mikil snilld......

miðvikudagur, október 01, 2003

Er núna heima í KBH, í stuttu stoppi. Fer aftur til Aarhus í fyrramálið. Er enn í hópverkefni sem er sem betur fer alveg að klárast:) Þá tekur við að teikna Náttúruskóla, mikið stuð. Mig hefur lengi langað að teikna skóla þannig að ég hlakka mikið til!! Hlakka líka bara til að fara að vinna ein, það er bara svo miklu skemmtilegra.
Á morgun ætla ég að borða með Árnýju, Huldu og Tinnu í Aarhus. Ætlarðu að taka nuddtækið með Hulda ?? hehehe