fimmtudagur, maí 27, 2004
fimmtudagur, maí 20, 2004
miðvikudagur, maí 19, 2004
þriðjudagur, maí 18, 2004
Ekki mikið að frétta héðan. Núna er vika þangað til að ég verð búin að verja þetta blessaða verkefni, sem verður mjög ljúft!- vona allavega að það verði ljúft!
Það stressar mig svolítið að ég er ekkert stressuð yfir þessu, það hlýtur að koma!! Kannski er ég bara enn í sæluvímu eftir brúðkaupið;)
Við keyptum annars dagskrárblaðið í gær og með því fylgdi blað um brúðkaupið. Aftast í því blaði var mynd af öllum veislugestunum, ásamt dönsku konungsfjölskyldunni. Hver haldiði að standi beint fyrir aftan Henrik prins, semsagt ská fyrir aftan drottninguna. Nú hver önnur en Dorrit, alveg í essinu sínu! Snilld.....hún náði að troða sér framar á myndina en systir drottningarinnar til dæmis. Skanna kannski þessa mynd inn við tækifæri......
Dorrit leiddi líka einhvern hertoga inn í veisluna.......kannski kemur hann henni í fleiri partý en Ólafur......
laugardagur, maí 15, 2004
föstudagur, maí 14, 2004
Jæja, við hjóluðum niður í höll eftir athöfnina í dag og sáum þau koma út á svalirnar. Þetta var frábær upplifun, svaka gaman. Nokkrar myndir hér!!
Pressan er ekki bara á kóngafólkinu. Þessi þoldi ekki álagið fyrir framan Det Kongelige teater í gær.
fimmtudagur, maí 13, 2004
Jæja, við fórum aðeins niður í bæ og tókum myndir af skreytingunum fyrir brúðkaupið. Tékkið á þeim!
Annars var kynning á einhverjum skemmtiþætti sem á að vera á morgun á DR2 áðan, þar verður m.a. sungið þetta frábæra lag:
Frederik og Mary
Boller i karry
Drikker campari.....
Meiri snilldin!!
Ekki hægt að segja annað en að þetta sé svolítið broslegt.
Maður vissi nú að hún myndi ekki sleppa þessu þó svo að Ólafur Ragnar sé eitthvað á báðum áttum!!
Undankeppni júrósvisjon var hneyksli. Að Danir hafi ekki komist áfram er fáránlegt!! Eins og þetta lag er nú skemmtilegt og það var líka flott á sviðinu í gær- Thomas í rauðum jakkafötum sem var bara cool!! Efast um að Danir séu meðvitaðir um þetta, þar sem brúðkaupið er númer eitt, tvö og þrjú þessa dagana.
En þá hefur maður bara eitt land til að halda með. Það er bara áfram Ísland!!
sunnudagur, maí 09, 2004
Eins og ég sagði frá fyrr í dag þá var veðrið alveg frábært. Við tókum ágætan hjólatúr, hjóluðum aðeins uppá Nörrebro og fundum þar, okkur til mikillar gleði, Paradis ísbúðina, sem er líka í Aarhus. Það eru semsagt 2 útibú hérna í KBH, á Sankt Hans Torv og á Godthåbsvej. Snilldarís!!
Við hjóluðum svo niður á Langelinie, en þar voru Frederik prins og Mary að keppa í siglingum. Við misstum að vísu af því þegar þau voru að keppa, en þarna var mikið af fólki og góð stemmning. Þarna var líka fullt af outlet-um sem maður kannski tékkar á við tækifæri. Eftir að við vorum búin að storma um borgina í ágætis tíma héldum við heim á leið. Frábær dagur!
Annars er mæðradagurinn í dag og vil ég nota tækifærið og óska mömmu, sem er auðvitað besta mamma í heimi, til hamingju með daginn!!
föstudagur, maí 07, 2004
Þá fer þessi önn bara alveg að verða búin. Var í mellemkritik í gær og það var bara fínt. Núna er ég bara að fara að leggja lokahönd á menntaskólann minn og svo skila ég 24. maí klukkan 15;) Það verður ljúft. Er svo búin að biðja um að verja strax 25. maí og á svo von á Maju og Kristínu frá Íslandi 27. maí!!
Þangað til er líka ýmislegt í gangi, og ber þá hæst konunglegt brúðkaup hér í Danmörku, þegar Frederik krónprins giftist Mary. Það verður gaman að vera vitni að því. Þjóðin er alveg á tánum yfir þessu, spennan er svo mikil. Það verður ekkert í sjónvarpinu í næstu viku nema eitthvað tengt brúðkaupinu; viðtal við Mary og svoleiðis;)!!
Árný, sem er jafnmikil áhugamanneskja um konungsfjölskylduna og ég, gaf mér kerti um daginn í tilefni brúðkaupsins, með mynd af brúðhjónunum;)
Svo náttúrulega Eurovision!! Það er alltaf jafn gaman!! Skemmtilegast væri náttúrulega að vera á keppninni, eins og maður gerði nú um árið:)!! En gott partý hljómar líka vel.........
...............blend your colours with my blue;)!!
þriðjudagur, maí 04, 2004
Nú er ekki seinna vænna en að fara að læra textann við Júróvisjonlagið!!
Það er verið að spá okkur góðu gengi á mörgum stöðum, vonum að það standist í þetta skiptið:) Ég er allavega alveg farin að fíla þetta lag, enda, eins og ég hef oft sagt áður, þá eiga allir að fíla sitt framlag!!
mánudagur, maí 03, 2004
sunnudagur, maí 02, 2004
Mig dreymir nú yfirleitt furðulega drauma. Mig dreymdi t.d. í nótt að ég var að rölta í Bökkunum, þar sem ég bý á Íslandi. Nema hvað að allt í einu er ég komin inn í svaka verslunarmiðstöð. Þá var búið að breyta neðstu hæðinni og kjallaranum á einni blokkinni í eina slíka. Allir þar voru mjög hissa á því að ég hefði aldrei heyrt um "Hverfislindina"....................
laugardagur, maí 01, 2004
Jæja, þá erum við, ásamt Ragga og Árnýju, búin að prófa Dæmonen, nýja rússíbanann í Tívolíinu. Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi verið rosa gaman. Við sátum fremst!! Ég öskraði ansi mikið...........nú getið þið farið að hlakka til Maja og Kristín!!
Við vorum þarna allt kvöldið, enda hugguleg stemmning. Fengum okkur að borða, keyptum okkur ís, heimsóttum brjóstsykursverksmiðjuna og horfðum á magnaða útitónleika;) Frábært kvöld.