föstudagur, apríl 29, 2005
þriðjudagur, apríl 26, 2005
laugardagur, apríl 23, 2005
fimmtudagur, apríl 21, 2005
Var í Árósum í gær og það var fínt. Alltaf notalegt að koma þangað. Hitti kennarann og verkfræðing og það gekk fínt.
Oft þegar ég kem á teiknisalinn þá sakna ég þess að sitja ekki með krökkunum þar. Þó geta Danir oft verið dramatískir og fyndnir, og eyða til dæmis frekar tíma í það að ræða um hversu lítill tími sé eftir af verkefninu í stað þess að nýta þó allavega þann tíma sem er eftir af viti.
En á teiknisalnum er líka fólk frá öðrum löndum. Það er m.a. einn Ítali. Eitt það fyrsta sem ég sá þegar ég kom á teiknisalinn var svaka expressovél. Hann er semsagt mættur með vélina og hann gerði ekki annað í gær en að spyrja hvort okkur langaði í kaffi. Maður gat bara pantað hjá honum og hann flóaði mjólk hægri - vinstri - snú.
Ekki mikið stress á honum..........;)
þriðjudagur, apríl 19, 2005
Hvað finnst ykkur um þetta?
Samkvæmt upplýsingum frá Háskólanum í Reykjavík voru bæði svæðin voru afar álitleg að mati forráðamanna skólans en útslagið gerði staðsetningin í Vatnsmýrinni skammt frá því þekkingarsamfélagi og rannsóknarstofnunum sem þar eru og verði í framtíðinni.
Mér hefði fundist réttara að hafa þetta í Garðabænum, til þess einmitt að safna þessu ekki öllu saman á einn stað.
Hefði ekki verið skemmtilegra að hafa eitthvað annað þarna?
Núna er rétt mánuður í skil:) og rúmur mánuður í vörnina! Það verður vonandi mikill léttir;)
Annars bara allt fínt, veðrið alltaf að verða betra og betra, Tívolíið búið að opna og alltaf fullt í Nyhavn. Verð að fara þangað í einn kaldan við tækifæri! Annars er það bara Aarhus á morgun kl 6:56............jibbí!
mánudagur, apríl 18, 2005
Í dag eru 12 ár síðan ég fermdist. Ég minnist þess árlega, sem og skírnarafmælisins míns. Ég á von á 40 manna eftirlíkingu af fermingartertunni minni og er komin með hliðarsnúð og blásin topp. Fermingardressið passar ennþá- ætli einhver fatti ef ég kaupi nýjar nælon? Ég vona að það komi einhver til mín og fagni þessu með mér í dag.
Það er aðeins flóknara þegar ég held upp á skírnarafmælið mitt, þar sem ég man ekki mikið eftir þeim degi, auk þess sem kjóllinn er heldur þröngur........
laugardagur, apríl 16, 2005
Skilgreining á skítaglotti: Sjá mynd! Ansi líkur Gísla Marteini......ikke? Enda oft þvílíkt skítaglott á honum....
Þessi gaur er Se og hör drengen i þessari viku. Það er alltaf Se og hör pigen og drengen. Gelllan er sýnd allsber en gaurinn ber með tusku yfir slátrinu.........Svo er tekið fram hvað þau eru há, þung, hjúskaparstaða, áhugamál og annað............og fyrir ómakið fær maður 1000 dkr, sem eru tæpar 11.000 ísl. kr!!! Pant!
Annars þá fer þetta að verða ansi þreyttur brandari. Eigið góðan dag.................
Powered by Hexia
Gulli Helga er karlinn í brúnni á Bylgjunni á laugardagsmorgnum...........
hvaða klígja semur þessar línur á Bylgjunni?? Já, og ef þið eruð með einhverjar sérstakar óskir(lag, kveðju.....) þá bara senda Gulla mail á gulli@bylgjan.is!
Annars bara rosa gott veður hérna(18°C og sól.......) og við á leið í fyrsta grill sumarsins á eftir.
Skítaglottið kveður að sinni.
föstudagur, apríl 15, 2005
Leigðu lík
Í gær vorum við á bíl!, bílnum sem þið sjáið hér að neðan. Eins og ég sagði í commenti þá leigðum við hann af bílaleigu sem heitir www.lejetlig.dk (leigðulík.dk). Snilldarnafn! Það fyndnasta við þessa bílaleigu er samt án efa það að það er hægt að leigja gamlan líkbíl þarna!! Og það stendur í lýsingunni á honum: bíll fyrir 3, 2 lifandi og einn dauðan! hahahahah.........Danir eru húmoristar!!
Við fórum m.a. með tölvuna mína í viðgerð og svo í fullt af búðum, þar sem að það á að kaupa aðeins í gáminn í vor. Fyndið hvað við höfum séð lítið af Kaupmannahöfn, það er úthverfunum. Það er varla að við förum út fyrir miðbæinn! Það er svona þegar maður er ekki á bíl!
fimmtudagur, apríl 14, 2005
þriðjudagur, apríl 12, 2005
Mesta snilld sem ég hef séð lengi!!!! Hækkið í hátölurunum og horfið!!
mánudagur, apríl 11, 2005
Spurning sem heyrist á hverjum degi á Holsteinsgade:
Á ég að taka út kjúlla eða langar þig í eitthvað annað???
Það fara að vaxa á mann vængir!
sunnudagur, apríl 10, 2005
Stofustáss framtíðarinnar:)
Okkur hefur lengi langað í gamaldags bjórkassa, og vorum ekki lengi að kaupa þennan þegar við sáum hann á markaði áðan:)
Powered by Hexia
laugardagur, apríl 09, 2005
Það fer að verða leiðigjarnt að ég skrifi alltaf: lítið að frétta, allt eins o.s.frv. En engar fréttir eru góðar fréttir!
Á milli þess sem við erum að læra þá notum við tímann í að slappa af og njóta lífsins. Við erum farin að hlakka mikið til að flytja heim, 5 ár í burtu er góður skammtur og hlökkum við til að geta verið innan um fólkið okkar, fjölskyldu og vini, eins mikið og við viljum- og aðrir vilja;)
Mikið verður samt skrítið að yfirgefa Danmörku............
fimmtudagur, apríl 07, 2005
jæja, 66.67 % heilans kvenkyns, 33.3 % karlkyns...............
spekingsleg könnun
Your Brain is 66.67% Female, 33.33% Male |
Your brain leans female You think with your heart, not your head Sweet and considerate, you are a giver But you're tough enough not to let anyone take advantage of you! |
What Gender Is Your Brain?
Hún er ansi hress........
miðvikudagur, apríl 06, 2005
mánudagur, apríl 04, 2005
Er ég sú eina sem finnst þetta óþarfi og bara ósmekklegt! Mér finnst það ekki virðing að bera líkið í gegnum mannþvögu og að hver sem er geti farið inn að sjá það:/