laugardagur, febrúar 28, 2004
föstudagur, febrúar 27, 2004
Ash er í heimsókn og íslenskt lambalæri komið í ofninn;) hlakka til að borða það!!................
Fórum annars aðeins í bæinn áðan og þ.á.m. á kaffihús þar sem okkar viðskipta var ekki óskað-eins og pabbi orðar það! hehe.......... gaurinn var með svo mikið attitude að ég endaði á að segja að þjónustulundin hjá þeim væri engin og labbaði út. Og NB þetta var þegar ég var að panta.....nenni ekki að fara ofan í saumana á þessu, en þetta kaffihús verður ekki heimsótt aftur! hehe.......fundum svo annað kaffihús þar sem að starfsmennirnir brostu og voru ekki að kenna okkur lífsreglurnar....
Já og Þórunn, sem verður formlega mágkona mín í sumar;) er 30 ára í dag. Til lukku með það!
miðvikudagur, febrúar 25, 2004
Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt!! Bara að koma mars!
Ekkert merkilegt að frétta af okkur núna, allt eins hér-stuð!!
Við erum reyndar að fara á tónleika í kvöld með AIR, það verður örugglega gaman. Ekki það að ég viti eitthvað sérstaklega mikið um þessa hljómsveit en ég er núna að spila einhverja diska með þeim hérna sem að Bjössi á. Þá get ég allavega verið eins og "fan" og fagnað þegar einhverjir slagarar byrja:)-klígja..........
mánudagur, febrúar 23, 2004
sunnudagur, febrúar 22, 2004
Ég náði að vera sú í gær sem að segir tilgangslausu sögurnar.........dæmi: hei, þetta er kærasta Magga sem er með ykkur í bekk og bætti svo við ég veit það út af því að við hittum þau í Smáralindinni um jólin! Kannski var þetta bara svona "hefðir þurft að vera þarna" - þannig að þetta er orðið að tilgangslausri sögu..........heheheh
föstudagur, febrúar 20, 2004
miðvikudagur, febrúar 18, 2004
sunnudagur, febrúar 15, 2004
Búin að vera frekar róleg helgi hjá okkur. Kíktum að vísu í innflutningspartý á fös en vorum bara komin snemma heim. Í gær var svo bara afslöppun, ég náði að vísu að komast vel inn í norska Idol-ið, þar sem þeir voru að sýna 3 þætti í röð!! Mjög skemmtilegt, norsku dómararnir voru líka mjög skemmtilegir, ekkert með eitthvað Bubba attitude.....ég hef því hér með ákveðið að ég ætla að fylgjast með þessu á föstudagskvöldum!
Í gærkvöldi ákváðum við svo að fara út að borða og varð tælenskur staður fyrir valinu. Ætluðum að vísu að prófa einn indverskan hérna í hverfinu, en þar var ekkert laust. Staðurinn var fínn, enda ekki hægt að búast við öðru þar sem Joachim prins og Alexandra kona hans eru víst fastagestir þarna:)
Í dag á svo að kíkja á verkefnið og hafa það náðugt.....
fimmtudagur, febrúar 12, 2004
Horfir einhver á Dr. Phil?? Ég var bara að velta því fyrir mér hvort þetta væri konan hans sem að hann hittir alltaf á miðri leið þegar hann er að labba út úr salnum og þau leiðast út. Frekar klígjulegt! heeh
Það verður ekki leiðinlegt að prófa þennan í vor:)
þriðjudagur, febrúar 10, 2004
sunnudagur, febrúar 08, 2004
Jæja, þá er Biggi farinn til Íslands og við aftur tvö í kotinu. Það var voða gaman að hafa Bigga. Við vorum mikið í búðum og Biggi gerði góð kaup. Við fórum líka á kaffihús og kíktum á jazz. Í gær urðum við þó að stinga hann af þar sem að við vorum búin að kaupa okkur miða fyrir löngu á galakvöld í skólanum hans Bjössa. Þar voru allir glerfínir og við engir eftirbátar. Þetta var mjög dönsk samkoma, borðaskipun og svona.......:)
Í gær fór líka fram Þorrablót Íslendingafélagsins sem við höfðum lítinn áhuga á að fara á. Við fórum einu sinni í Árósum og það var rosalega grátleg samkoma. Við fengum það staðfest í gær að þessi samkoma myndi verða jafn grátleg þar sem að við vorum í H og M með Bigga. Þar vorum við 3 í rólegheitum að skoða þegar það birtast allt í einu hjón við hliðina á okkur. Svo heyrum við bara: Haaaaaaaaaaalllllllllllllllllllllllllóóoóó - mjög hátt - Íslendingar!!! ætlið þið ekki á þorrablótið í kvöld?? Ég neitaði því og konan varð voða hissa. Hún hélt áfram: En á ballið, það verður geðveikt stuð? Ég sagði að við værum því miður að fara annað....................þetta var fáránlegt! hehe
föstudagur, febrúar 06, 2004
Biggi mættur til Kaupmannahafnar þannig að við erum að fara að rölta með honum um bæinn, kíkja í búðir og fleira skemmtilegt. Ætlum að labba niður í bæ, sem við höfum ekki gert í langan tíma vegna kulda! En núna er veðrið fínt þannig að það er um að gera að heilsa upp á litlu hafmeyjuna sem er sennilga farin að sakna okkar..........
fimmtudagur, febrúar 05, 2004
Fór með skólanum í dag að skoða menntaskóla sem var byggður um 1970. Mjög flottur skóli. Þar tók rektorinn á móti okkur og bauð okkur inn á skrifstofuna sína. Þar fræddi hún okkur um skólann, hvað henni fannst gott við hann og hvað henni þótti slæmt. Hún tilkynnti okkur að við fengjum svo kaffi og fastelavnsbollur, ágætt þar sem við vorum öll svöng. Stuttu seinna kemur svo kona inn með leirtau og kaffibrúsa og bakka með bollum. Svo segir konan: "Disse boller er altså bagt af en hjerneskadet" Þessar bollur voru bakaðar af heilasköðuðum manni).
Hvaða upplýsingar voru þetta??!!
Til að toppa þetta sagði hún svo: " De ser ellers alle sammen godt ud, undtagen den her, der har sket noget med den" ( Þær líta allar vel út, nema þessi hérna, það hefur eitthvað gerst með hana).
Ég veit ekki hvort að ég var sú eina sem fannst þetta frekar fáránlegar upplýsingar.............
mánudagur, febrúar 02, 2004
sunnudagur, febrúar 01, 2004
Eftir ágætis skrall á fimmtudag ákváðum við að eiga rólega helgi, sem var fínt og kannski eins gott þar sem að við lentum í smá veseni hérna í gærkvöldi.
Þegar við lágum uppi í sófa heyrðum við allt í einu einhver vatnshljóð og komumst að því að það var farið að leka inni á baði, og ekkert lítið. Það var kominn rosa pollur þegar við uppgötvuðum þetta. Við erum ekki mjög sjóuð í að lenda í svona veseni sjálf þannig að við vissum ekki alveg hvað við áttum að gera. Við hringdum í eiganda íbúðarinnar og heimsóttum húsvörðinn sem kom og kíkti á málið. Hann skildi ekkert í þessu, kannski ekki skrítið þar sem að hann lyktaði eins og bjórverksmiðja!! En það kemur semsagt einhver karl hérna eftir helgi að tékka á þessu. Skemmtilegt!!
Svo er önnin bara að byrja á morgun, og verkefni annarinnar er að teikna menntaskóla. Mjög spennandi! Hlakka til að sjá hvernig planið lítur út á morgun. En núna á að fara að henda í súrsætt svínakjöt........