þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Núna er/u:

>vika þangað til að ég verð búin að prenta verkefnið og ég sit á Salon Specchio í Árósum á meðan að Marie klippir á mér hárið.

> 8 dagar þangað til að ég er búin að verja verkefnið mitt, og er sennilega í lestinni á leiðinni til Köben.

>12 dagar þangað til að ég er komin til Íslands og er sennilega að renna inn í Réttarbakkann með mömmu og pabba, og vonandi bíða systkini mín þar eftir mér.

Mikið hlakka ég að komast í smá frí!!

laugardagur, nóvember 27, 2004

Það er alveg furðulegt hérna í Danmörku að það er aaaaaaaaldrei neitt í sjónvarpinu á föstudags-og laugardagskvöldum. Skýr skilaboð um það að maður á ekki að sitja heima.......




föstudagur, nóvember 26, 2004

Þessi er definetly sú lúmskasta:) heheheh

Heimildamaður minn í Skipholtinu vildi ekki láta nafn síns getið.

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Jólagjöfin í ár................

Ólöf eskimói-ævisaga íslensks dvergs

Ég held að þessi kona hafi verið snillingur!

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Neeeeeeeeeeeeeeeeeerd

sunnudagur, nóvember 21, 2004

Gísli Marteinn í gær

Ákvað að kíkja á Gísla Martein frá því í gær, bara svo heimilislegt. Ágætis þáttur: Kristján Jóhannsson, bróðir hans, Birgitta Haukdal og Harry Belafonte.
Kristján Jóhannsson var svolítið utan við sig og spurði Belafonte eftir að hann hafði sagt hver hefði samið We are the world hver hefði samið það. Þá sagði Belafonte að Michael Jackson og Lionel Richie hefðu gert það, og bætti svo við að Stevie Wonder hefði átt að vera með en að hann hefði aldrei mætt á fundina, kannski útaf því að hann var alltaf svo latur.

Þá sagði Kristján:

"Well, someone needed to pick him up!"

Alltof fyndið svar!! hehehehheheh

Núna geri ég eins og fólkið í Idol og margir bloggarar, svara nokkrum laufléttum;)

1. Fullt nafn? Herborg Harpa Ingvarsdóttir
2. Fyrirmyndin í lífinu? mamma og pabbi, þau eru pottþétt;)
3. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Fer eftir því hvers konar áhrif um er að ræða.......margar hafa pirrað mig, þá skyldulesningar á afspyrnuleiðinlegum bókum!
4. Hvern myndir þú mest vilja hitta? Ég myndi vilja hitta ömmur mínar og afa, það væri afar notalegt.
5. Uppáhaldsnafn? Mörg nöfn mjög falleg, ekkert eitt sem er í uppáhaldi. Strákanöfn sem enda á -ó finnst mér cool.
6. Uppáhalds hlutur? Tölvan mín
7. Æskudraumur? Ætlaði alltaf að verða útvarpskona, sem þó fengi frí á aðfangadagskvöld
8. Hvernig er tannburstinn þinn á litinn? bleikur, held ég.........
9. Hvað sefurðu yfirleitt marga tíma á nóttinni? svona 8, oft meira, stundum minna.
10. Leiðinlegasta sem þú gerir? Þrífa klósett
11. Ef þú fengir einn dag aleinn/alein, hvað myndirðu gera? bara dunda mér eitthvað
12. Ef þú gætir skipt um starf, hvað sérðu fyrir þér að gera? fasteignasali
13. Leyniuppskrift fyrir hæsi og kvefi? skola með saltvatni og fá sér c-vítamín
14. Uppáhaldsmatur/uppskrift? margt í uppáhaldi, kampavínskjúllinn helvíti góður
15. Manstu eftir “mómenti” sem breytti öllu í lífi þínu? já
17. Skúrar þú heima hjá þér? Auðvitað
18. Hvar ætlarðu að eyða ellinni? Í faðmi fjölskyldunnar.

föstudagur, nóvember 19, 2004

Jólahlaðborð í Fjölskyldu-og Húsdýragarðinum

.......................er Guttormur örugglega enn á lífi?

Refsing

Jæja, núna verður fólki refsað sem hefur ekki bloggað í dágóðan tíma. Henti út linkum áðan og setti inn aðra í staðinn:) Ef þessir aðilar byrja að blogga aftur, þá bara láta mig vita og ég hendi upp linkunum aftur.

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Jæja, núna er aldeilis lítið eftir af önninni, það þýðir að það er ekki mikill tími eftir til að gera sitt besta í skólanum en aftur á móti stutt til jólanna. Ég kem til Íslands 12. desember og hlakka mikið til, verð í tæpan mánuð í þetta skiptið. Þarf að afla mér gagna til að byrja á lokaverkefninu og auðvitað ætla ég líka að njóta þess að vera heima nálægt fjölskyldu og vinum.

Annars er ég bara komin í mikið jólaskap, borða mandarínur eins og mér sé borgað fyrir það:) Plönin næstu daga eru semsagt bara að sitja við tölvuna með skissurúlluna mér við hlið.........:)

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Góðan daginn

Ég heiti Herborg og ég er netfíkill.

Ég á það til.............

að sofna fyrir framan sjónvarpið, og er misrugluð þegar ég er vakin. Í gær sofnaði ég yfir Erninum (dönsk-íslensk lögguþvæla). Þegar Bjössi vakti mig og spurði hvort ég vildi ekki flytja mig inn í rúm þá sagði ég:

"Hvað, ætlum við ekki að klára þáttinn?"-
og starði áhugasöm á skjáinn.

Þá sagði Bjössi að þátturinn væri löngu búinn og að ég væri að glápa á myndband með Eminem:)

sunnudagur, nóvember 07, 2004

Við hittumst í gær 11 sem voru með mér í bekk í MS og 3 fylgifiskar. Fyrr um daginn hittumst við reyndar stelpurnar og tókum góðan brunch og tálguðum aðeins visakortið, mismikið samt!

Við erum mörg í námi hérna í Danmörku og í Svíþjóð auk þess sem fólk flaug frá Íslandi í fögnuðinn. Við hittumst heima hjá okkur fyrst í smá drykk; Mojito, g&t og malibu í appelsínusafa-sérþarfir-hehe:)
Svo var haldið á Mexikanskan stað þar sem við snæddum og sötruðum. Ferðinni var svo haldið á Park sem er skemmtistaður við Parken leikvanginn.

Ekki hægt að segja annað en að kvöldið hafi heppnast vel, alltaf gaman að hittast!! Mörg brosleg atvik: fórum "fram fyrir" röðina, "vinur" hans Helga, ólétta konan, fulli Íslendingurinn, Woodys "skotið" og svo mætti lengi telja.

mætti halda að mér finnist cool að nota gæsalappir.......

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Eins og þruma úr heiðskíru lofti

Er að hlusta á Létt 96.7 á netinu og ég ætla núna að vitna í hvað útvarpskonan sagði rétt í þessu:

"Já, ég gleymdi alltaf að segja ykkur frá því að ég fór á Hamborgarabúlluna um helgina, þangað fer ég ef mig langar í góða hamborgara. Þar afgreiddi Tommi sjálfur mig, og mikið ofboðslega er þessi maður kynþokkafullur........"

-ætli hún fá afslátt næst?

Var að koma úr Netto (matvörubúð) sem er svo sem ekki frásögufærandi nema hvað að þegar ég var að borga þá sá ég bauk við kassann frá Hjálpræðishernum og á honum stóð:

"Penge-ellers synger vi!"

-húmor allsstaðar í þessu landi!!

miðvikudagur, nóvember 03, 2004




Ekki nógu sniðugt..............

Powered by Hexia

Já, það er kannski rétt hjá fólki, það fór mér ekkert svo vel að vera með axlarsítt hár með ljósum strípum og smá liðum.........
Eða hvað??

mánudagur, nóvember 01, 2004

Til lukku með afmælið bró!!

- og Geir!

Mamma og pabbi voru að fara til Íslands aftur áðan. Það var rosa gaman að hafa þau, enda eru þau svo skemmtileg!!!:)

Þau komu á miðvikudagskvöldið og við fórum svo reyndar með þeim á fimmtudagsmorgun til Berlinar og vorum þar fram á laugardagskvöld.

Núna tekur skólinn við að nýju.................