Á stefnuskránni í sumar er að fá mér ný gleraugu. Leit í spegil áðan og tók þessa ákvörðun. Búin að eiga þessi gleraugu í tæp 4 ár og langar að breyta til. Kannski íhuga ég linsur, en ég nenni varla að standa í því.
Annars var ég stoppuð úti á götu í dag og beðin um að vera hármódel. Fyrsta sem kom upp í hugann á mér var "ég þarf nú fljótlega að láta laga á mér hárið....". Fyrstu viðbrögðin mín í orðum voru þó " hvenær er það?". Hún svaraði "annað kvöld". Þá sagði ég strax að ég gæti það ekki, en lét þó ekki ástæðuna flakka með........maður missir nú ekki af seinasta Temptation Island!!!:)ehheheh