þriðjudagur, apríl 29, 2003

Á stefnuskránni í sumar er að fá mér ný gleraugu. Leit í spegil áðan og tók þessa ákvörðun. Búin að eiga þessi gleraugu í tæp 4 ár og langar að breyta til. Kannski íhuga ég linsur, en ég nenni varla að standa í því.
Annars var ég stoppuð úti á götu í dag og beðin um að vera hármódel. Fyrsta sem kom upp í hugann á mér var "ég þarf nú fljótlega að láta laga á mér hárið....". Fyrstu viðbrögðin mín í orðum voru þó " hvenær er það?". Hún svaraði "annað kvöld". Þá sagði ég strax að ég gæti það ekki, en lét þó ekki ástæðuna flakka með........maður missir nú ekki af seinasta Temptation Island!!!:)ehheheh

mánudagur, apríl 28, 2003

Einhver með einhver "tips" um hvað maður á að skrifa í email þegar maður er að lýsa yfir áhuga sínum á íbúð sem er á leigu. Við erum eitthvað að gera vitlaust þar sem okkur er varla svarað!!;)hehe....

sunnudagur, apríl 27, 2003

brandaradagur hjá Herborgu.......
Ég verð að segja hér svolitla sögu sem mér skilst að sé sönn og hafi átt sér stað fyrir fáum vikum í stórum kaupstað við langan fjörð á miðju Norðurlandi. Svo bar til að maður nokkur kom að bílalúgu.Stúlkan sem var þar við afgreiðslu spyr hvað megi gera fyrir hann."Áttu sundsmokka?" segir maðurinn. Hún jánkar því, fer og leitar, en finnur ekki neina sérstaka sundsmokka, spyr starfssystur sína, sem er ekki viss, en bendir henni á að taka bara smokkakassann og láta manninn velja, hann þekki þetta sjálfsagt betur. Stúlkan tekur smokkakassann, opnar lúguna og réttir manninum og spyr hann hvort vilji eitthvað af þessu. "Hvað ertu að meina? spyr maðurinn forviða."Nú, varstu ekki að spyrja um sundsmokka?" segir stúlkan. "Ég var að biðja um Sunnudagsmoggann!" sagði maðurinn þá.

Þessi er helvíti góður.......
Um leið og maðurinn helt um brjóst konu sinnar þá hamaðasti hann aftan á henni, segir hann: "Margrét þú veist að ég elska þig og allt það, en hjóna bandið er farið að verða eitthvað svo litlaust. Við erum jú búinn að vera gift í 5 ár. Við þurfum að fara að krydda aðeins upp á hjónabandið." "Hummmm mmmmmm," muldraði konan. "það er ekkert athugavert við að verða svolítið kínkí stöku sinnum. Það gæti jafn vel hjálpað hjónabandinu eitthvað" sagði eiginmaðurinn. "hummmmm mmmmmmm." "Margrét svaraðu mér" hann varð meira og meira illur "Mig vantar að vita hvernig þú er varðandi þetta mál. Þú getur hætt að totta hundinn rétt á meðan þú tala við mig!"

föstudagur, apríl 25, 2003

Vorum að háma í okkur borgara og franskar, gæfulegi maturinn hérna þessa dagana. Mikið að gera hjá okkur báðum, þó meiri pressa á Bjössa þar sem hann á að skila ritgerðinni (BS) 1. maí. Það verður mikill léttir fyrir hann þegar það er búið. Þá verðum við aftur 2 í heimili:) Ash flytur aftur heim til sín.........heeh:) Annars erum við að spá í að skella okkur kannski í bíó í kvöld, kannski höngum við bara heima. FUN!! Skólinn gengur fyrir öllu þessa dagana.......

fimmtudagur, apríl 24, 2003

Enginn að panta aftur á Alo pizzu á Silkeborgvej!!!!

Ég held að ég hafi bara aldrei lent í öðru eins. Ég hringdi og ætlaði að panta calzone, nema hvað að eini calzone-inn sem er á matseðlinum hjá þeim er með nautakjöti. Ég sagðist vilja fá með pepperoni í staðinn fyrir nautakjöt. Hann sagði þá að þá gæti ég alveg eins pantað mér pizzu með pepperoni. Ég sagði að það væri nú ekki það sama, þar sem ég vildi fá calzone. Gaurinn sagði mér þá bara að panta einhversstaðar annarsstaðar og skellti á mig. Ég er ekki að grínast........finnst ykkur þetta hægt!!!!!!!! Alo er eitthvað geðveikur greyið og ég panta ekki aftur þarna.......

miðvikudagur, apríl 23, 2003

páskamyndir komnar inn......

Veðrið hérna búið að vera frábært undanfarið, 21 stiga hiti í dag!!!:) Þannig að maður er byrjaður að gera tilraunir til þess að læra úti í góða veðrinu....humm!! Í kvöld er það svo temptation island þar sem pörin hittast aftur. Ekki missir maður af því. Tinna ætlar að bjóða uppá bananashake í tilefni dagsins:) Á morgun er það svo mellemkritik, sem að ég vona að fari sæmilega. Svo eru bara 2 vikur eftir af verkefninu.....pressa!! Jæja, ætla að fara að líta í spegil og athuga hvort ég sé ekki orðin brún:)

mánudagur, apríl 21, 2003

Gærdagurinn/kvöldið var algjör snilld. Maturinn var alveg frábær:) Eitt sem við klikkuðum reyndar á, við eigum engan dúk!! Því verður reddað fyrir næstu hátíð/tilefni sem verður haldin í Danmörku. Við tókum okkur rúma 3 tíma í að borða, allt bara í rólegheitunum. Þegar við vorum búin að borða færðum við okkur í sófann og lágum á meltunni:) Að lokum var tekin sú ákvörðun að horfa á Happy Gilmore, sem er nú bara ein af fyndnustu myndum í heimi. Ash fór svo um miðnætti og við gengum frá og fórum í háttin.Set inn myndir fljótlega....

sunnudagur, apríl 20, 2003

Jæja, bara kominn páskadagur. Búið að líða fljótt þetta svokallaða frí:) Annars fer ábyggilega bróðurpartur eftirmiðdagsins í dag í undirbúining fyrir matinn. Matseðillinn er svohljóðandi:
Forréttur: Graflax, heimatilbúin graflaxsósa og ristað brauð
Aðalréttur: Roastbeef, bernaisesósa, smjörsteiktar kartöflur (með völdum kryddum) og salat.
Eftirréttur: Páskaegg nr. 1 frá Nóa, ís og baileys.
Hljómar þetta ekki bara vel hjá okkur. Fyrsta skipti sem maður ber einn ábyrgð á eldamennskunni á hátíðardegi. En ég er viss um að ég rústi þessu!!!

laugardagur, apríl 19, 2003

Einhver sem lumar á góðri uppskrift af graflaxsósu - ekki til í búðum í Danmörku.....

föstudagur, apríl 18, 2003

Leyfist mér að tilkynna............ég á 10 ára fermingarafmæli í dag!!!

fimmtudagur, apríl 17, 2003

Í gærkvöldi gerðum við eitthvað annað en við gerum venjulega hérna í Aarhus. Okkur áskotnuðust frímiðar á handboltaleik milli AGF og Álaborgar. Í Aarhus liðinu eru 2 Íslendingar, Róbert Gunnarsson og Þorvarður Tjörvi. Svala kærasta Robba var svo góð að bjóða okkur miða.
Allaveganna, AGF þurfti að vinna leikinn til þess að komast í úrslitakeppnina. Höllin var full, tæplega 5000 manns- svaka stemmning. En því miður þá töpuðu þeir......gengur bara betur næst!!!
Eftir leikinn horfðum við Tinna á Temptation Island. Allt að verða vitlaust þar........segi ekki meira, Arny á eftir að horfa á upptökuna.....
Allaveganna, enn sól og hiti hér. Í kvöld á að grilla BBQ kjúklingaspjót og svo er ég að mixa kartöflusalat........

þriðjudagur, apríl 15, 2003

Besti vinur Bjössa hérna úti er frá Eþíópíu og heitir Ashenafi, kallaður Ash. Ekki það að það sé einhver voða frétt, en það er ótrúlegt hvað við komum frá ólikum samfélögum. Í dag sagði hann mér til dæmis frá því að ef fólk missir einhver nákominn ættingja þá raka konur af sér hárið og karlmenn láta skeggið vaxa (mun skárra það sem karlarnir gera!!).
Annað: Þau borða páskamatinn klukkan 3 um nóttina aðfaranótt páskadags. Fáránlegt.
Gæti nefnt fullt af öðrum dæmum, kemur kannski seinna. Annars bara sól og suamr hér, loksins. Spáð 20 stiga hita á fimmtudag:)

mánudagur, apríl 14, 2003

Ég leyfi mér að fullyrða að sumarið er komið í Danmörku:)

laugardagur, apríl 12, 2003

Vorum hjá Ragga og Árnýju að horfa á gömul áramótaskaup, ´82 og ´84. Algjör snilld!! Borðuðum líka mexíkanskan mat. Ivers er í heimsókn hjá þeim og verður yfir helgina. Á morgun á víst að vera partý. Eilíf gleði hér.....

Hversu góða einbeitningu ert þú með???

þriðjudagur, apríl 08, 2003

Ef þið hafið nákvæmlega ekkert að gera , þá er þetta alveg einstaklega skemmtilegur leikur......

laugardagur, apríl 05, 2003

Sól og sumar úti, bara smá vindur sem er aðeins að eyðileggja stemmninguna. Dagurinn búinn að vera í rólegri kantinum. Röltum aðeins niður í bæ með Arnari og Tinnu og nutum blíðunnar þar sem að var skjól. Annars erum við að fara að grilla núna með einhverju liði úr blokkinni. Við vorum búin að ákveða að nú ætti sko að borða eitthvað annað en púddu(kjúkling), en einhvernveginn enduðum við samt sem áður á að kaupa púddu. Það er bara svo ódýrt og fínt;) Á morgun á að taka til hendinni í lærdómnum og líklegast erum við að fara í ekta eþíópískan mat til Ash. Seinast þegar við fengum svoleiðis þá held ég að við höfðum drukkið 5 lítra af vatni með á mann. Það var bara chilikássa dauðans!!!

föstudagur, apríl 04, 2003

Eins og kannski þónokkrir vita þá stefnum við á að flytja til Köben í sumar, og byrja í skóla þar í haust. Vandamálið er bara að okkur vantar íbúð;) Ef einhver þekkir einhvern, veit um eitthvað eða eitthvað!!!- þá er það vel þegið. Við erum semsagt að leita að íbúð sem nálægast miðbænum, í Frederiksberg eða ofarlega á Amager, ekki verra ef það er bara downtown. Íbúðin má gjarnan vera stærri en sú sem við erum í núna;), það er stærri en 35 fm. Endilega látið okkur vita ef þið vitið um eitthvað.................

þriðjudagur, apríl 01, 2003

Var að setja link á Ásrúnu og Bjössa, tilvonandi foreldra með meiru.....