sunnudagur, nóvember 30, 2003

Býður sig einhver
fram??

Jeijeijei, fyrsti sunnudagur í aðventu:)

Við fórum í gær í búð og keyptum okkur í krans. Í búðinni var meðal annars verið að selja greinar án laufa sem kallaðar voru tröllagreinar. Okkur fannst þær mjög flottar þar til við sáum verðið, 100 dkr fyrir smá grein. Glætan!! Við keyptum annars japanskt greni, vínrautt glimmer og gullitaðar stjörnur, og 4 vínrauð glös ,með gullskrauti á, með kertum í. Á leiðinni heim afgreiddum við svo málið með að hafa lauflausar greinar. Það vildi svo skemmtilega til að við vorum með hobbyhníf á okkur að við snyrtum nokkur tré á leiðinni............heheehe!!!

Úr varð hinn myndarlegasti krans:)

laugardagur, nóvember 29, 2003

Maja hin nýjungagjarna og tæknivædda er byrjuð með símablogg!

föstudagur, nóvember 28, 2003

Skrapp aðeins á Fisketorvet áðan. Kíkti í nokkrar búðir, keypti 2 jólagjafir og endaði svo í Fötex (matvörubúð). Þar inni sá ég allt í einu hóp af karlmönnum á ýmsum aldri standa við kælikisturnar. Ég fór að hlusta og þá voru þetta allt Íslendingar. Næsta setning sem ég heyrði var : " Strákar af hverju seljum við ekki svona pizzur!!" Ég kæfði hláturinn en var ábyggilega með þvílíkt skítaglott. Ég fylgdist með þeim á meðan ég var að versla og þeir voru voða mikið að ræða vörurnar og "við selja svona og svona og svona". Og svo töluðu þeir svo hátt, kallandi á hvorn annan : "Palli, sjáðu þessa kanilsnúða!"
Þessir menn voru samt ekki reyndari í bissnessnum en það að þeir voru ekki að átta sig á því að það er allt morandi af Íslendingum í Danmörku. Einn af þeim var samt alveg að uppgötva mig þarna þegar þeir voru að stúdera sólþurrkaða tómata og hnetur:), held að hann hafi verið gjaldkeri í MS............

Núna ætla ég að gera alla svanga:)

Ég var að leika mér í eldhúsinu um daginn og úr varð þessi líka góði matur. Mjög einfalt!!

Steikti nautastrimla, og kryddaði með salt og pipar. Skar slatta af sveppum í báta og setti á pönnuna. Hellti einum pela af rjóma yfir og bætti við vænni gusu af rauðvíni. að lokum skellti ég lárviðarlaufi út í og leyfði þessu að malla í nokkrar mínútur.

Meðlæti: kartöfluskífur, maís og salat:)

Þetta var viðbjóðslega gott!!

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Er henni alvara með þessu??

miðvikudagur, nóvember 26, 2003

Það er grátt veður úti núna. Svona veður sem mann langar mest til að vera undir teppi!! Við erum nú samt að reyna að vera dugleg hérna, styttist heldur betur í skil:)

Annars sat ég við hliðina á cool gamalli konu í lestinni í gær. Voða fín gömul kona. Hún var ekkert að panta sér kaffi, te eða kakó að drekka. Hún bað bara kurteisislega um einn ískaldan tuborgjólabjór!! Sæi gamla íslenska konu í anda gera eitthvað svona-hvað þá á þriðjudegi!!!

mánudagur, nóvember 24, 2003

Saum Love actually i gær. Mæli med henni.......... eg fila lika Hugh Grant myndir....:) Svo er thetta lika jolamynd:)

Annars er eg i Aarhus nuna. Planid var ad vera lengi i skolanum, en eg nenni eiginlega ekki ad vera mikid lengur. Buin ad vera fra 9 i morgun og klukkan er 17:45.... er ad hugsa um ad koma bara vid i einhverri tyrkjabud og kaupa mer tyrkneskt braud, thaziki, hummus.......... og svo bara leggjast ut af fyrir framan sjonvarpid.

Annars bara manudur i jolin og eg get ekki sagt annad en ad eg se farin ad hlakka til. I ar a meira ad segja ad bida eftir mer med laufabraudsgerdina en eg er buin ad missa af thvi seinustu 3 ar.....frabært!!

sunnudagur, nóvember 23, 2003

ég er farin að tala við sjálfa mig hérna................er það slæmt??;)

laugardagur, nóvember 22, 2003

var að kasta inn nýjum myndum!!

Mig langar í avocado, eintóman og borða hann með skeið!!! Auðvitað er feitasti ávöxturinn/grænmetið?? í uppáhaldi hjá mér!!!

Gleymdi að segja frá einu sniðugu. Húsvörðurinn okkar er búinn að vera á eftir okkur undanfarið út af því að við áttum hjá honum skilti á póstkassann. Við þurfttum að borga fyrir það 100dkr. Við höfðum ekkert komist til hans á opnunartíma þannig að hann er búinn að vera að senda okkur ítrekanir um skiltið. Það varð til þess að ég skrifaði honum bréf og lét svo hundraðkall fylgja með. Í bréfinu bað ég hann einfaldlega um að setja skiltið okkar í póstkassann og við myndum svo setja það upp hið snarasta.

Þetta gekk svo eftir. Hann setti það í póstkassann og við settum það svo upp um leið. Nema hvað að núna nokkrum dögum seinna er bréfið frá okkur til húsvarðarins aftur komið í póstkassann, þar sem að hann er búinn að skrifa á það: " Rosalega falleg skrift"!!!!

Ekki leiðinlegt að fá svona hrós!!

Ætli hann hafi tekið ljósrit?? hehehe

Kom til Köben í gær um 19:30. Alveg búin eftir stífar lestarferðir...............nennti allavega ekki að elda:) Við röltum um hverfið okkar og fundum ágætis mexíkanskan stað og fengum okkur þar nachos, kjúklingavængi og fajhitas (við vorum svöng).

Annars er Bjössi í heimaprófi alla helgina og fram á þriðjudag, þannig að ætli ég reyni ekki bara að læra vel líka. Hann fór klukkan átta í morgun og er ekki væntanlegur fyrr en um kvöldmat. Stuð;)

Kannski að maður kveiki bara á íslenskri útvarpsstöð á netinu og flippi algjörlega út!!- hehehe...........

fimmtudagur, nóvember 20, 2003

Váááááá , þetta er rosalegt. Kveikið á hátölurunum og hlustið!!!

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Heimur án kaffis-það væri ekki hægt!!;)

þriðjudagur, nóvember 18, 2003

Jæja, þá er "gamla settið" farið út á flugvöll:(. Það var rosa gaman hjá okkur, veðrið er búið að vera mjög fínt nema í dag, rigning. Við skruppum aðeins í bæinn í dag og pabbi kom með eina snilldarsetningu sem ég bara verð að láta flakka hér.

" Í svona veðri verða allar götur að Hverfisgötu". Það er alveg rétt!!

Jæja, núna á að taka á því í lærdómnum............

sunnudagur, nóvember 16, 2003

Núna eru mamma og pabbi búin að vera hjá okkur í nokkra daga og það er rosa gaman og gott að hafa þau;) Við erum búin að gera fullt: sýna þeim hverfið okkar, fara út að borða, elda góðan mat, kíkja á Strikið, fara á Fisketorvet, tékka á börunum, fara í Christianiu;).................Í dag ætlum við að fara á Louisiana safnið og á morgun er stefnt á dagsferð til Malmö. Brjálað að gera;)!!

sunnudagur, nóvember 09, 2003

Við vorum niðri að þvo áðan og þegar við komum upp aftur var rosaleg vöfflulykt í stigaganginum. Það varð til þess að max 2 mínútum seinna ákvað ég að hjóla út í búð og kaupa vöfflumix og rjóma. Hálftíma eftir að við fundum lyktina voru semsagt tilbúnar hér vöfflur, búið að þeyta rjóma og búa til kakó!! Ekki oft sem við gerum eitthvað svona hérna:)

Annars erum við búin að vera dugleg að læra í dag, og það er bara stefnan að glápa á sjónvarpið í kvöld!!

laugardagur, nóvember 08, 2003

Jæja, þá er sá stutti kominn með nafn. Hann var skírður Gunnar Magnús, í höfuðið á pabba sínum og afa sínum.

Annars var gaman hjá Dönum í gær (og okkur líka;)), jólalög spiluð á börunum og fólk með jólasveinahúfur í bænum. Tuborgrúta, tuborglimmi + fullt af vörubílum sem komu með jólabjórinn. Við kíktum á tvo bari og enduðum svo á KFC-namminamm!!

Núna á að æsa sig upp í að fara að læra, annað gengur ekki!!
Hafið góðan laugardag...................

föstudagur, nóvember 07, 2003

Mikill og merkilegur dagur í dag: Gunnar Magnús, Hrönn (er það ekki rétt hjá mér;)) og Palli frændi minn eiga afmæli; Gunnar og Anna ætla að skíra frumburðinn og jólabjórinn kemur í kvöld klukkan 20:59. Frábært!!

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Mest seldi bíllinn í Danmörku er Skoda Fabia - á Íslandi er það Toyota Landcruiser. Er ekki í lagi???