Árshátíðin var algjör snilld!! Of góð saga til að fara á netið. Held að ég segi fólki hana bara "life".
sunnudagur, febrúar 27, 2005
föstudagur, febrúar 25, 2005
Nóg að gera um helgina. Matarboð í kvöld hjá Binna og fjölskyldu (bekkjarbróður Bjössa) og svo árshátíð á morgun. Ætli sunnudagurinn verði ekki bara rólegur!
Annars erum við lítið búin að gera af okkur í þessari viku, annað en að sinna náminu.
miðvikudagur, febrúar 23, 2005
Mikið var vinalegt að heyra í systur minni á Rás 2 í morgun, en hún er þar í starfskynningu:) Ég er sammála samnemendum hennar, hún er með mjög útvarpsvæna rödd:)
Heyrði einhver annar í henni??
Það hvílir á mér bölvun.........................lestarferðinni minni var aflýst í morgun!!
Best að vera ekkert að tala illa um almenningssamgöngur, manni er greinilega refsað:)
þriðjudagur, febrúar 22, 2005
Takk mamma...........
Vá hvað þetta er eitthvað súr frétt.....Elísabet Englandsdrottning ætlar ekki að mæta í brúðkaupið hjá syni sínum því hún veit að þau vilja ekki gera of mikið úr athöfninni. Mætir mamma manns samt ekki?? Steikt!
mánudagur, febrúar 21, 2005
Sjaldan langað jafn mikið í bíl!!!
Þurfti að fara niður í Arkitektaskóla í KBH að kaupa mér efni í módel. Til þess að komast þangað frá okkur er best að taka 2 strætóa. Nema hvað, fyrri strætóinn var svona 5 mínútum of seinn, og lét ég það lítð farið í taugarnar á mér. Ég fór út á Knippelsbro og sá að ég þyrfti að bíða eftir næsta strætó í 5 mínútur. Allt í lagi. Ég ennþá róleg á því.......nema hvað að sá vagn kom aldrei og vagninn sem átti að koma 10 mínútum seinna ákvað að keyra framhjá mér. Ég hélt ég yrði ekki eldri......eftir stóð ég í kuldanum og þurfti að bíða í 10 mínútur til viðbótar. Komst loks á áfangastað og keypti það sem mig vantaði. Og þá var það ferðin heim. Ég beið í 5 mínútur eftir strætóinum út á Knippelsbro. Þegar strætóinn var á ljósunum rétt áður en ég átti að fara út sé ég vagninn minn (sem ég átti að skipta í) bruna framhjá........Ég neyddist því til að hoppa niður í Metro og svo í S-lest til að komast heim aftur á sama miðanum. Fór á útrunnum miða síðasta spottann. Ef að það hefði komið lestarvörður og spurt mig um miða þá hefði ég trompast. En sem betur kom enginn og tékkaði:)
Það að hrósa almenningssamgöngum í Danmörku er kannski algjör vitleysa. Lestarnar og Metro eru fínar, en strætóar eru sennilega jafn vonlausir allsstaðar.
Mig langar í bíl!!!!!
sunnudagur, febrúar 20, 2005
Jæja, þá er Pétur að fara heim eftir skemmtilega heimsókn. Við erum búin að gera ýmislegt með honum. Í gær vorum við á Strikinu í búðum, fengum okkur kaffi á Roberto´s og svo smurbrauð á nýjum stað sem heitir Danish lunch, held ég:) Fórum svo heim og elduðum svínalundir í rjóma-sítrónu-steinselju-estragon sósu og höfðum salat og hrísgrjón með. Á eftir fengum við okkur ís með heimagerðri marssósu og blönduðum berjum. Eftir mat skelltum við okkur á Spanglish með Adam Sandler. Ég mæli með henni:)
Núna á bara að taka á því í skólanum, enda hefur lítið verið gert í þeim efnum seinustu daga:)
föstudagur, febrúar 18, 2005
Nóg að gera á þessum bæ. Túristapakki í gangi hér því Pétur bróðir Bjössa er í heimsókn. Litla hafmeyjan, Magasin, út að borða, bjór, búðir.........svo reynir maður að læra eitthvað inn á milli til að friða samviskuna:)
mánudagur, febrúar 14, 2005
Horror þema
Já, við fengum ekki nóg á The Grudge, þannig að við sáum Saw í gær. Mæli líka með henni:) Annars bara rólegur sunnudagur í gær, eins og sunnudagar eiga að vera. Danir að tapa sér í "óveðursfréttum" um þessa föl sem féll hér um helgina. Það snjóar reyndar núna líka. Heyrði frá Maju að á Stöð 2 hafi verið gert grín af þessu, sagt að á Íslandi kallist þetta "smá slydda". Fyndið.......... allavega, það er búið að aflýsa flugum, loka götum o.fl. og það sem er kannski fyndnast er að mörgum ferjum var aflýst!!! Hvað er það???????
laugardagur, febrúar 12, 2005
Þó að ég hafi verið að kvarta fyrr í dag yfir veðrinu, þá þýddi það nú ekki að ég flokkaði ástandið það slæmt að almenningssamgöngurættu að liggja niðri og að fólki væri ráðlagt að halda sér innandyra, a.m.k. ekki nota bílinn. Danir eru stórkostlegir. Fréttirnar í kvöld sýndu fólk spólandi í smá halla og björgunarsveitamenn á vettvangi. Ástandið er samt bara svona. Þetta er nú bara fyndið!
Slydda, rok og viðbjóður úti
Vorum að koma heim úr búðarferð og erum veðurbarin fyrir vikið. Meira ógeðið! Ætlum að halda okkur innandyra það sem eftir lifir dags, elda "Árnýjar+Ragga pasta" og horfa á dönsku Eurovision undankeppnina.
Aaaaaaaaaa
.......mjááááá
Við fórum, ásamt Helga, á The Grudge. Ekki hægt að segja annað en að mér hafi brugðið nokkrum sinnum!! Mæli með þessari, alltaf gaman á svona myndum. Reyndar var svolítið mikið af gelgjum í bíó sem spjölluðu saman eins og þær væru heima hjá sér, en ætli ég hafi verið skárri þegar ég var yngri.......................
föstudagur, febrúar 11, 2005
Fyrir áhugasama þá er Vietnam hinn fínasti staður. Góður matur og stórir skammtar:) Fórum eftir mat á La Fontaine, jazzstað, gaman þar:)Á heimleiðinni ákváðum við að fara á Sams Karokee Bar, til þess eins að taka nett hláturskast. Reyndum að fá að taka lagið, en eins og áður, alltof löng bið! Það er líka alveg furðulegt hvað fólk velur alltaf leiðinleg lög.......voða drama alltaf!
fimmtudagur, febrúar 10, 2005
Djörf í kvöld
Í kvöld ætlum við að gerast það djörf, ásamt Helga og Arnari Ívars, að fara að borða á Vietnam. Þau ykkar sem hafa komið í heimsókn til okkar kannast líklega við staðinn, þar sem hann er svo að segja í næsta húsi, og á leiðinni út á Nordhavn station.
miðvikudagur, febrúar 09, 2005
Til útleigu
Þá er ég búin að skila af mér Program-minu. Afhenti það á skrifstofunni og hafði nett gaman af því að skrifa undir plagg þar sem ég var spurð leyfis hvort bókasafnið mætti fá eintak til útleigu:) Ekki málið!!- og mér datt fyrst í hug að bjóðast til að búa til fleiri eintök handa þeim, svo fólk þyrfti ekki að vera á löngum biðlistum á bókasafninu;)
Þá tekur skissuhlutinn bara við................
mánudagur, febrúar 07, 2005
Kristín sendi mér þennan..........
Gömul kona stóð í stefni skemmtiferðarskipsins. Hún hélt fast í hatt sinn svo hann fyki ekki brott með vindinum. Herramaður gekk til hennar
og sagði :
"Fyrirgefðu frú, en vissir þú að kjóll þinn blæs upp í þessum vindi?
"Já ég veit það", sagði konan, "Ég þarf að nota báðar hendurnar til þess að halda hattinum á sínum stað."
"En frú mín, þú hlýtur að átta þig á því að hið allra helgasta blasir við þeim fjölmörgu sem standa hér", sagði herramaðurinn kurteislega.
Gamla frúin leit niður, og síðan á herramanninn og svaraði; "Góði minn, allt sem þú sérð þarna niðri er 85 ára gamalt. En ég keypti þennan hatt í gær."
sunnudagur, febrúar 06, 2005
Þorrablótið var bara mjög skemmtilegt. Hittumst hérna nokkrir gikkir fyrst og fórum út að borða...........já, við lögðum ekki í kjamma, punga og fleira. Við ákváðum að fá okkur tælenskt í staðinn:) Fórum svo á Þorrablótsballið í Tivoli og þar var mikið fjör. Fólk orðið ansi hresst þegar við mættum. Dæmi: Ég fór á klósettið og á meðan ég beið í röð þar kom kona að mér, horfði á mig og sagði:
Af hverju er allir með gleraugu hérna inni??
Stuttu seinna sagði önnur sem var á undan mér í röðinni:
Af hverju eru dánarfregnir lesnar á milli auglýsinga og andlátsfregna?
Þegar stórt er spurt er fátt um svör!
fimmtudagur, febrúar 03, 2005
Jæja, þá er ég alveg að verða búin með fyrsta hluta verkefnisins. Þetta leggst bara vel í mig allt saman, vona bara að ég verði sátt í vor!!
Annars er allt gott að frétta, við erum komin með kapalinn aftur, og ekki hægt að segja annað en að það sé ágætt. Erum boðin í kvöld til norskrar bekkjarsystur minnar, sem er flutt til Köben og verðum við því 2 í lestinni þessa önnina. Þau ætla að vera með smá drykk um sjöleytið, opið hús. Alltaf gaman að komast út úr þessari blessuðu íbúð og hitta skemmtilegt fólk.
Annars er Þorrablót á laugardaginn og ætlum við að láta okkur vanta í matinn, en mæta á ballið. Það verður forvitnilegt!!