föstudagur, janúar 31, 2003

Bara kominn föstudagur og janúarkúrsinn búinn. Glæsilegt það!! Þá er það bara námið á deildinni aftur. Reyndar byrjum við á því að fara í námsferð til Hamborgar og Amsterdam eftir helgi. Þar eigum við að tékka á hafnarhverfum, enda eigum við að teikna eitt slíkt núna á vorönninni. Það er kominn snjór aftur hérna þannig að ég hafði aldeilis rangt fyrir mér þegar ég sagði að veturinn væri búinn hér.
Já og eitt í viðbót. Ég sagði frá því um daginn að við hefðum verið böstuð af DR1, og ættum að fá reikning uppá 1000dkr tvisvar á ári framvegis. En gaurinn sem böstaði okkur klikkaði eitthvað því hann merkti bara við að við værum með útvarp og fáum þ.a.l. bara reikning uppá 163 dkr á ári. Ekkert smá mikil heppni þar:)
Ég er núna að fara að halda áfram með verkefni sem ég er að vinna og ætla jafnvel að skella mér í ræktina á eftir - hver veit!!!

mánudagur, janúar 27, 2003

Var að skoða sjónvarpsdagskrána og athuga hvort það væri mögulega eitthvað sem maður gæti tekið sér smá pásu yfir í kvöld. Eb það var ekkert:( Rakst hinvegar á að ég missti sem betur fer af Who framed Rogger Rabbit í gær. Pottþétt ein af leiðinlegustu myndum sem ég hef farið á í bíó, fyrir utan Baron Munchausen (eða hvernig sem það er nú skrifað). Ég man að ég var alveg að deyja á þeirri mynd, hún var svo leiðinleg. Ætli ég hafi ekki verið svona 8 ára og ég man að ég var með systur minni og Dilja. Það versta er að ég held að þær hafi bara skemmt sér stórvel, eða hvað??? (vona að þetta sé rétt munað hjá mér)
p.s. Diljá, ég man líka þegar við fórum á Michael Jackson mynd og þú tókst "útlensku" vinkonur þínar með.....................heheheheh.............ljótt að ljúga að frænkum sínum...........hehehe

sunnudagur, janúar 26, 2003

jibbíííí...........við getum horft á Ísland-Þýskaland beint á einhverri þýskri stöð. og svo hlustum við að sjálfsögðu á lýsinguna á rás 2 á netinu. frábært:) vonum að "strákarnir okkar" sigri nú, annars eru þeir að sjálfsögðu ekkert strákarnir okkar lengur......

laugardagur, janúar 25, 2003

Mitt innlegg í hverjir voru hvar í Fókus er að Þossi var allavega á djasstónleikunum í Árósum(hehehehe), sem og við - en það myndi líklega ekki vera neitt svakalega fréttnæmt:) Allavega þá fórum við á Bent J sem er djassstaður hérna í Árósum um 5 leitið í gær og sátum þar til rúmlega 7. Staðnum var afhent verðlaun fyrir að vera sá besti í Danmörku og boðið var upp á samlokur og læti, og Séð og heyrt kom á staðinn!! Allavega, þaðan fórum við svo á Mackies og fengum okkur smá nasl og héldum svo heim til Krissu og Kára þar sem húsið fylltist af fólki. Kvöldið var svo endað á Le coque....

fimmtudagur, janúar 23, 2003

Ég hef aldrei fílað mig sem útlending hérna í Danmörku. Alltaf liðið mjög vel og bara eins og heimamanni. Þangað til ég byrjaði á þessum blessaða janúarkúrsi sem ég er á núna. Þannig er mál með vexti að ég er að vinna með einum öðrum Íslendingi í verkefni og alltaf þegar kennarinn (takk fyrir ábendinguna Maja) kemur að tala við okkur þá er hún alltaf eitthvað að leiðrétta okkur, segja að maður ætti kannski frekar að segja eitt eða annað, og hún gerir þetta á mjög niðrandi hátt. Við erum hinsvegar ekki búin að pirra okkur neitt svakalega á þessu, en það er ekki þar með sagt að hún hvetji mann áfram.
Svo vorum við með svona litla mellemkritik í dag þar sem gellan hélt áfram með þessa leiðinlegu stæla og var alltaf að segja eitthvað svona: Hérna í þessu landi þá eru hlutirnir svona og svona o.s.frv. Eins og við þekktum ekki aðstæður hér og svona, æi bara leiðinlegir stælar. Þetta hljómar kannski ekki eitthvað illa en þetta er mjög niðurdrepandi. En maður má ekki láta eina gellu eyðileggja fyrir sér. Mér finnst Danir almennt frábærir, en guð hvað þessi kona er.........já bara ómerkileg!!!!!!!

miðvikudagur, janúar 22, 2003

Bara svaka frost á Íslandi!! Burrrrrrrrrrrr:) En það er þó allavega hlýtt inni í húsum heima, hérna er bara kalt inni. Ég sit hérna inni í stofu heima hjá mér núna, í flíspeysu, með teppi ofan á mér og er samt alveg að frjósa. Það er ótrúlegur gólfkuldi hérna, það er það versta. Annars er bara allt gott að frétta. Bjössi á að skila stóru verkefni á morgun og á svo að verja það eftir viku. Hann situr núna sveittur inni í herbergi með Allan, bekkjarfélaga sínum, að leggja lokahönd á verkefnið.

þriðjudagur, janúar 21, 2003

Til hamingju með daginn Ásrún, bara orðin 25 ára!!!!! Hafðu það gott í dag;) xxxxxx

sunnudagur, janúar 19, 2003

gengur ábyggilega betur núna!!!


meðan ég man, hvernig fannst fólki jólakortin í ár frá okkur???


laugardagur, janúar 18, 2003

í gær fórum við í síðbúið afmæli hjá arnari þar sem að var góð stemmning. myndarskapurinn á þeim bænum í góðum gír, kökur, heitur brauðréttur, skinkuhorn og til að toppa þetta alveg var kók í gleri með röri!!:) við vorum svo búin að bjóða Signe og Anders vinum okkar í hangikjöt um kvöldið með öllu tilheyrandi, meira að segja laufabrauði, sem pabbi og mamma sendu mér, til að fullkomna þetta. en svo vildi bara svo óskemmtilega til að Signe var veik og við gátum ekki frestað partýinu því kjötð var að renna út. við buðum þess vegna bara Ashenafi til okkar í staðinn, en hann er einmitt núna á leiðinni heim til sín í frí. gaman fyrir hann þar sem hann hefur ekki farið heim til sín í tæp 2 ár. það myndi ég bara aldrei meika!!! dagurinn í dag er búinn að vera í rólegra lagi, bara læra og svona. Og það lítur út fyrir að í kvöld verði jafnvel gripið í spil......vúhuhuhuhuh!!Núna er hinsvegar í gangi eins árs afmæli Ingvars heima á Íslandi og væri ég alveg til i að galdra mig á staðinn. Þar er sko án efa eitthvað ljúffengt í boði, enda Þórunn ein af þeim myndarlegri í eldhúsinu!!!:)

föstudagur, janúar 17, 2003

Ingvar Daði, litla yndið mitt, er eins árs í dag. Ekki lítill lengur!!!! Hamingjuóskir yfir hafið frá mér. xxxxxxx



miðvikudagur, janúar 15, 2003

það var verið að bösta okkur hérna. við verum búin að fela okkur nokkrum sinnum fyrir þessum gæja en núna kom hann okkur alveg að óvörum. þetta var semsagt DR1(ríkissjónvarpið) karlinn. hann dinglaði og spurði okkur hvort við værum með sjóvarp eða útvarpstæki. gaman að þurfa að spyrja þessarar spurningar!!! annars var hann bara voða hress og almennilegur, og ekki öfundaður af þessari vinnu.















þriðjudagur, janúar 14, 2003

jæja, þá er veturinn búinn hérna. bara kominn hiti og snjórinn farinn. hvernig er annars veðrið heima núna...........

mánudagur, janúar 13, 2003

Datt í hug í rútunni í dag að það væri alveg tilvalið að ég myndi á þessari síðu tjá mig um muninn á Íslendingum og Dönum og þá líka dönsku og íslensku samfélagi. Nenni að vísu ekki að tjá mig mikið núna en ég ætla þó að koma með eitt atriði núna.
Er ekki alltaf svona einn nemandi í hverjum bekk á Íslandi sem spyr endalaust, og þarf að ræða hlutina fram og tilbaka, þannig að allir verða pirraðir. Langaði bara að segja ykkur að það eru allir Danir svona!!!!! Þetta venst, en vá hvað þetta getur gert mann brjálaðan!!! Danir eru samt bestu grey:)

sunnudagur, janúar 12, 2003

Var að henda inn nokkrum myndum frá Íslandi, aðallega af litlu börnunum í kringum mig ( og mér reyndar líka-hehehe:)). Svona fjölskyldumyndir!! Annars er bara farið að hlýna hérna, en núna reyndar einhver svaka stormur úti, eða allavega mikill vindur.
Ég er að fara í dagsferð með skólanum til höfuðborgarinnar á morgun, og það er alveg týpískt (ef það verður ekki farið að lægja) að það verði lokað Stórabeltisbrúnni. Miðað við heppni mína á ferðalögum undanfarið þá kæmi það mér nákvæmlega ekkert á óvart!!

laugardagur, janúar 11, 2003

Jæja, þá eiga Íslendingar að keppa við Dani í dag á æfingamóti í handknattleik, og mér finnst kominn tími til að við vinnum þá. Ef maður les blöðin hér í dag sem eru að fjalla um þennan leik þá er nú bara nánast gert grín að Íslendingum. Sagt að Ísland sem með sterkt lið en geti á einhvern hátt aldrei náð sér á strik gegn Dönum, sem er náttúrukega alveg rétt. Ég vona að það afsannist í dag svo maður þurfi ekki að ganga meðfram veggjum í næstu viku í skólanum!!!

fimmtudagur, janúar 09, 2003

Fólk er greinilega að taka við sér með tilkomu icelandexpress, loksins koma gestir til okkar. Kristín var fyrst að panta og kemur hvorki meira né minna en með fyrsta fluginu, þann 27. feb. Svo er von á "Fossvoginum" helgina þar á eftir, held ég bara. Gaman að þessu!!! Annars sami fimbulkuldinn hérna, hélt að ég myndi deyja úr kulda áðan, en viti menn - ég lifði af!!!

miðvikudagur, janúar 08, 2003

Hér er algjör skítakuldi, það bítur alveg í mann!!! Ég er líka ennþá þreytt eftir þetta blessaða ferðalag, gæti verið að "skemmtunin" á föstudaginn spili eitthvað inn í þreytuna hjá mér........hummmmm.......best að reyna að gleyma því bara......

þriðjudagur, janúar 07, 2003

Það tók mig heillangan tíma að fá mig til þess að setjast fyrir framan tölvuna og segja frá ferðinni hingað til Danmerkur sem var mesta bíó sem ég hef lent í. Mér fannst þetta svolítið fyndið á meðan á þessu stóð en mér finnst það eiginlega ekki lengur!!!! Við semsagt áttum að fara í loftið kl 1415 en fluginu var seinkað aðeins eins og venjulega er svona í kringum jólin. Fórum í lofið 1510. Flugið var fínt, allavega hjá mér og Söru, en Bjössi var hinsvegar alveg að drepast alla leiðina, enda mikið stíflaður og hausinn á honum alveg að springa. Allavega þegar við vorum að nálgast lendingu þá fór maður að vefja saman heyrnartólunum og setja dótið sitt í bakpokann og svona. Við vorum líka orðin svolítið tæp á að ná lestinni. Nema hvað á þá segir flugmaðurinn að við getum ekki lent strax á Kastrup vegna umferðar og að við þurfum að bíða aðeins eftir lendingu. Nema hvað að svona 20 mín eftir það þá tilkynnir hann okkur að við verðum að lenda í Billund. Það fannst okkur bara fínt því við bjuggumst náttúrulega við að við myndum bara öll fara út þar og svo bara rúta til Köben. Við sáum alveg í hillingum að við gætum bara verið komin fyrr heim en ella. En neiii, okkur var sagt á svona hálftíma fresti að við værum alveg að fara í loftið og að það væri ekki sniðugt að fara út úr flugvélinni í Billund enda þjóvegirnir lokaðir og engin h´´otel að fá í 200 km fjarlægð, vel að merkja þá er Aarhus 110 km í burtu og Köben 190 km, gott að koma með svona góðar upplýsingar. Til að gera langa sögu stutta þá biðum við í 6 og hálfan tíma í billund eftir að fara til Köben og stemmningin var ólýsanleg!!! Nóg af krökkum sem ég verð nú samt að segja að voru alveg til fyrirmyndar en foreldrarnir voru alveg búnir á því, gellan ská fyrir aftan okkur var ælandi á milljón.... Nema hvað við lendum svo í Kaupmannahöfn og þá koma þessar brilliant setningr hjá flugfreyjunum sem voru alveg uppgefnar eins og flestir: Thank you for your patient an the delay - gott að þakka okkur fyrir sjúklinginn og töfina og svo endaði hún á því að segja að hún vonaði að við hefðum notið ferðarinnar......alveg örugglega. Það má svo sem bæta því við að við fengum ekki gate strax í Köben og þurftum að bíða extra 30 mín þar og svo einn og hálfan eftir töskunum. Stemningin á fluvellinum var eins og í bíómynd, sofandi hræ út um allt og pirrað fólk fyrir neðan Wonderful Copenhagen skiltið, hálf grátlegt. Að lokum náðum við lest til Árósa og fengum að nota lestarmiðana sem við áttum, það var smá bónus allavega. Þegar við komum svo til Árósa klukkan 10:00 í gær þá var að sjálfsögðu engin leigubíll fyrir utan lestarstöðina og þar þurftum við að bíða í smá stund og alveg til þess að toppa allt þá var lyftan í blokkinni okkar biluð þannig að við þurftum að bera töskurnar upp 5 hæðir. Þetta er semsagt alveg efni í bíómynd......